fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Óli Kri spilaði 15 ára gömlum strák: ,,Maður þarf að velja rétt“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 22:24

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Þróttara. Mynd / Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, hefði viljað þrjú stigin í kvöld í leik gegn Blikum í úrvalsdeild karla.

Það var líf og fjör á Kópavogsvelli en leiknum lauk með 3-3 jafntefli þar sem bæði lið fengu urmul af færum.

Ólafur ræddi við Stöð 2 Sport eftir leikinn en FH fékk dauðafæri í blálokin og hefði getað náð inn sigurmarki.

,,Ég hefði viljað setja hann í restina, við fengum dauðafæri. Við vorum að verjast prýðilega og vissum að við værum að mæta góðu sóknarliði og okkur tókst að loka ágætlega á það,“ sagði Óli við Stöð 2 Sport.

,,Þetta var sex marka leikur, það var sótt og það voru færi og fjör en ég er svekktur með að hafa ekki nýtt færið í lokin.“

,,Þegar maður upplifir leikinn og ekki búinn að sjá hann aftur er þetta blörrað. Fyrstu 15-20 mínúturnar beindum við þeim í svæðin sem þeir máttu fara í en svo föllum við til baka og pressum ekki boltamanninn.“

,,Í hálfleik töluðum við um það að þora að stíga upp í boltamanninn og láta Elfar flytja hann upp en að þora að fara á miðjumennina.“

15 ára strákur, Logi Hrafn Róbertsson, kom inná sem varamaður í seinni hálfleik og stóð sig vel í vörn FH.

,,Logi spilaði mikið á undirbúningstímabilinu og stóð sig vel, hann er pollrólegur og leysti verkefnið vel.“

,,Það var leikur um daginn í Víkinni þar sem mér fannst leikurinn ekki þess eðlis, við vorum í brekku og ekki rétt að setja hann inná í svona langan tíma. Maður þarf að velja rétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“