Newcastle er byrjað að skoða sumarið með þá von í brjósti um að Mohammad bin Salman, krónprins, Saudí Arabíu kaupi félagið.
Mike Ashley hefur lengi viljað selja Newcastle og segja ensk blöð að hann sé klár í að losa sig við félagið fyrir 300 milljónir punda.
Sagt er að Newcastle hafi áhuga á að kaupa Xerdan Shaqiri kantmann Liverpool sem er í aukahlutverki hjá Jurgen Klopp. Shaqiri hefur ekki komið við sögu í nema tíu leikjum á þessu tímabili.
Þá segja miðlar á Spáni að Newcastle sé byrjað að taka samtalið við Barcelona í þeirri von um að kaupa Philippe Coutinho.
Börsungar vilja selja Coutinho en hann hefur verið á láni hjá FC Bayern í ár en þýska félagið vill ekki kaupa hann. Coutinho þekkir vel til á Englandi eftir frábæra dvöl hjá Liverpool.