fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Harðhausinn þorir ekki að mæta til vinnu: Sonurinn með öndunarerfiðleika

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 09:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildin samþykkti í gær að félög þar í landi geti hafið æfingar í dag í litlum hópum. Fimm leikmenn geta komið saman og æft næstu daga og vikur.

Ekkert félag hefur æft í tæpa tvo mánuði vegna kórónuveirunnar en stefnt er að því að hefja leik 12 eða 19 júní.

Troy Deeney, fyrirliði Watford hefur gefið það út að hann neiti að mæta til æfinga. Hann er hræddur við kórónuveiruna og að koma með hana heim til sín.

„Við eigum að byrja í vikunni en ég hef látið vitað að ég mæti ekki,“ sagði Deeney sem er þekktur harðhaus í boltanum.

„Það þarf bara einn að smitast, ég vil ekki koma með það heim til mín. Sonur minn er fimm ára gamall og er með öndunarerfiðleika. Ég vil ekki skapa meiri hættu fyrir hann, þú átt að keyra heim í skítugum fötum. Ef ég á að þvo fötin með hans og konu minnar, þá er hættan meiri.“

Fjölskylda Deeney er fámenn og hann er hræddur. „Ég hef misst pabba, ömmu og afa. Það eru þau sem mér þykir vænt um. Það er mikilvægara að eiga ástvini en að græða peninga,“ sagði Deeney sem fær líklega ekki laun þegar hann neitar að mæta til vinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp
433Sport
Í gær

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Í gær

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn