FC Bayern ætlar sér að kaupa Leroy Sane frá Manchester City í sumar þrátt fyrir kórónuveiruna.
Bayern ætlaði að kaupa Sane síðasta sumar og var að setja pressu á það þegar kantmaðurinn meiddist alvarlega.
Sane hefur verið meiddur í allan vetur en FC Bayern ætlar sér að setja kraft í kaupin í sumar.
Þrátt fyrir að kórónuveiran hafi haft áhrif á fjárhaginn er það vilji félagsins að fá þýska landsliðsmanninn heim.
Sane hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við City og vill helst fara til Bayern.
Bayern Munich remain determined to sign Leroy Sane from Manchester City this summer despite the financial implications of the coronavirus pandemic, according to Sky Germany.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 30, 2020