Willian, kantmaður Chelsea óttast það að byrja að spila fótbolta aftur vegna kórónuveirunnar. Enska úrvalsdeildin ætlar að reyna að hefja leik í júní.
Willian óttast það að fá veiruna þó áhorfendur verði bannaðir, hann er hræddur við að koma með veiruna heim til sín.
,,Ef við byrjum að spila á tómum velli, þá eru samt snertingar innan vallar. Þar getur veiran farið á milli manna,“ sagði Willian
,,Það er ekki slæm hugmynd að spila aftur en við verðum að tryggja öryggi, leikmaður getur haft veiruna.“
,,Ég gæti spilað gegn sýktum manni og farið með veiruna heim, og farið með þessa veiru í konuna mína og börn. Það þarf að fara mjög varlega.“