Tony Bloom, stjórnarformaður Brighton vonar að kórónuveiran verði til þess að félög endurskipuleggi rekstur sinn. Mörg knattspyrnufélög eru á barmi gjaldþrots.
Félögin voru mörg rekinn í tapi áður en veiran kom upp, sérstaklega í neðri deildum Englands. Ríkir eigendur fjármagna þá tapið. Mörg félög horfa fram á það að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna veirunnar. tekjur koma ekki inn og þá er erfitt að standa við gerða samninga.
,,Þegar búið er að leysa þessi vandamál, sem gerist vonandi fyrr en síðar. Vonast ég til að fótboltinn komi saman, mörg félög eru á barmi gjaldþrots,“ sagði Bloom.
,,Við vorum öll í rusli þegar Bury varð gjaldþrota, við vitum hvaða áhrif þessi félög hafa á samfélögin. Það er áhyggjuefni ef mörg félög hér í landi og annars staðar fara á hausinn.“
,,Það þarf að skoða þetta á öllum stigum, reksturinn stendur ekki undir sér. Kannski þurfti þessa krísu til að endurskipuleggja allt.“