Gary Neville einn af eigendum Salford og sérfræðingur Sky Sports segist heyra hræðilegar sögur af rekstri knattspyrnufélaga á Englandi.
Gríðarleg óvissa ríkir vegna kórónuveirunnar og mörg félög berjast við halda lífi í rekstrinum. Óvíst er hvenær hægt verður að hefja leik aftur.
Félög í ensku úrvalsdeildinni ættu flest að geta haldið rekstri áfram en í neðri deildum gætu mörg þeirra, orðið gjaldþrota.
,,Þetta er risastórt vandamál, það er ljóst að það þarf að lækka kostnað við leikmenn en það þarf að gerast á eðlilegan hátt,“ sagði Neville en félög í ensku úrvalsdeildinni vilja lækka laun leikmanna um 30 prósent.
,,Það eru hræðilegar sögur að berast frá mörgum félögum. Í tveimur neðstu deildunum eru fleiri en þúsund leikmenn án samnings eftir átta vikur.“
,,Við erum ekki að tala um leikmenn með góð laun, þetta eru leikmenn á eðlilegum launum.“
Neville óttast að vandamálið verði of stórt fyrir mörg félög og að þau fari í gjaldþrot.