fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Sorgarsaga tánings: Einn hættulegasti glæpamaður landsins

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. apríl 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir Íslendingar sem kannast við nafnið Ilija Jurkovic en hann er nokkuð vel þekktur einstaklingur í Svíþjóð.

Jurkovic er í dag 22 ára gamall en hann er fyrrum undrabarn AIK sem er eitt allra stærsta liðið í Svíþjóð og spilar í efstu deild.

Jurkovic vakti athygli aðeins 17 ára gamall þegar hann byrjaði að æfa með aðalliði AIK. Hann er fæddur árið 1997 og hefði svo sannarlega getað náð langt á ferlinum.

Einn sumardag þá sleit Jurkovic hins vegar krossband og kom ferlinum aldrei aftur af stað. Hann er heitt umræðuefni í Svíþjóð enda hluti af stóru glæpagengi þar í landi í dag.

Í grein Aftonbladet kemur fram að Jurkovic sé í dag einn hættulegasti glæpamaður landsins. Hann hefur tvisvar verið handtekinn fyrir þátt í glæpastarfsemi.

Árið 2017 var Jurkovic fangelsaður í fyrsta sinn. Hann var þá gómaður með skotvopn á kaffihúsi í Varby og síðar á því ári gerði slíkt hið sama í Botkyrka.

Seinna var Jurkovic fangelsaður fyrir peningaþvott. Hann viðurkenndi brot sitt fyrir dómara í Svíþjóð og þurfti að sitja inni í kjölfarið.

Strákurinn spilaði með leikmönnum eins og Alexander Isak hjá AIK og lék einnig fyrir yngri landslið Svíþjóðar. Ljóst er að hans knattspyrnuferli er lokið.

Nánar er fjallað um Jurkovic í grein Expressen sem má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar