Það eru ekki allir Íslendingar sem kannast við nafnið Ilija Jurkovic en hann er nokkuð vel þekktur einstaklingur í Svíþjóð.
Jurkovic er í dag 22 ára gamall en hann er fyrrum undrabarn AIK sem er eitt allra stærsta liðið í Svíþjóð og spilar í efstu deild.
Jurkovic vakti athygli aðeins 17 ára gamall þegar hann byrjaði að æfa með aðalliði AIK. Hann er fæddur árið 1997 og hefði svo sannarlega getað náð langt á ferlinum.
Einn sumardag þá sleit Jurkovic hins vegar krossband og kom ferlinum aldrei aftur af stað. Hann er heitt umræðuefni í Svíþjóð enda hluti af stóru glæpagengi þar í landi í dag.
Í grein Aftonbladet kemur fram að Jurkovic sé í dag einn hættulegasti glæpamaður landsins. Hann hefur tvisvar verið handtekinn fyrir þátt í glæpastarfsemi.
Árið 2017 var Jurkovic fangelsaður í fyrsta sinn. Hann var þá gómaður með skotvopn á kaffihúsi í Varby og síðar á því ári gerði slíkt hið sama í Botkyrka.
Seinna var Jurkovic fangelsaður fyrir peningaþvott. Hann viðurkenndi brot sitt fyrir dómara í Svíþjóð og þurfti að sitja inni í kjölfarið.
Strákurinn spilaði með leikmönnum eins og Alexander Isak hjá AIK og lék einnig fyrir yngri landslið Svíþjóðar. Ljóst er að hans knattspyrnuferli er lokið.
Nánar er fjallað um Jurkovic í grein Expressen sem má lesa hér.