Rafael da Silva, fyrrum bakvörður Manchester United, yrði ánægður ef Liverpool fær ekki enska meistaratitilinn fyrir þetta tímabil.
Óvíst er hvað framhald ensku deildarinnar verður en eins og allir vita er engin keppni í gangi vegna COVID-19.
Rafael var hluti af liði Manchester United þegar félagið tók fram úr Liverpool og vann sinn 19. deildartitil.
Liverpool hefur til þessa unnið deildina 18 sinnum á ævinni en er með öruggt forskot á toppnum þegar deildin er í pásu.
,,Allir eru að tala um að hætta keppni, ekki rétt? Þeir komast þá ekki í 20 titla!“ sagði Rafael.
,,Það væri erfitt fyrir þá ef það verður niðurstaðan en frábært fyrir okkur.“