fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Hjörvar snýr aftur eftir að hafa verið rekinn á síðasta ári: „Mæti extra frískur aftur“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 13:34

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason er aftur mættur til starfa á Stöð2Sport sem sérfræðingur í fótboltaumfjöllun, þetta var staðfest í dag.

Hjörvar var rekinn úr starfi í ágúst en hann starfaði þá sem útvarpsmaður og sérfræðingur í knattspyrnufræðum.

„Við erum virkilega ánægð að fá Hjörvar til baka enda einhver mesti spekingur um fótbolta sem við eigum. Til viðbótar við það er hann fantagóður sjónvarpsmaður,“ sagði Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla hjá Stöðvar 2 og Vodafone við Vísir.is

„Það er afskaplega ánægjulegt að vera kominn aftur,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ég mæti extra frískur aftur til leiks eftir smá frí. Ég mun gera mitt allra besta við að gera það sem ég hef alltaf gert – að reyna að segja fólkinu heima í stofu eitthvað sem það vissi ekki fyrir.“

Hjörvar hafði lengi starfað á stöðinni þegar honum var sagt upp en í dag er hann með vinsælasta hlaðvarps landsins, Dr Football. Hann kemur inn í umfjöllun um Meistaradeild Evrópu og Pepsi Max deild karla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“