fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Fékk bombu frá Kolbeini í punginn: „Ég á eng­in börn í dag og ég kenni hon­um um“

433
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 09:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Ingi Hafþórsson, blaðamaður á Morgunblaðinu segir skemmtilega sögu í blaði dagsins. Hann rifjar upp sögu úr grunnskóla þegar hann var í fótbolta í frítíma þar. Hann segir söguna og rifjar upp leik við Kolbein Sigþórsson, framherja AiK á sama tíma.

,,Knatt­spyrnumaður­inn Kol­beinn Sigþórs­son er fædd­ur árið 1990, einu ári á und­an mér. Við ól­umst upp í sama hverfi og sá ég hann reglu­lega á æf­ing­um og í leikj­um með Vík­ingi Reykja­vík. Þá vor­um við um tíma sam­an í Réttó,“ skrifar Jóhann Ingi í blað dagsins.

,,Það var vitað þegar Kol­beinn var korn­ung­ur að hann myndi ná langt. Það var líka vitað þegar ég var ung­ur að ég myndi ekki ná langt, en það er ekki aðal­atriðið í þess­ari sögu.“

Þegar Jóhann spilaði við Kolbein þá fékk hann skot í djásnið. ,,Bolt­inn fór í mig miðjan, á eins vond­an stað og hann gat farið. Ég man hvernig ég hneig niður í grasið og gat varla andað. Svo sá ég að einn fé­lagi hans tók frá­kastið og skoraði á meðan ég lá í gras­inu.“

Hann segir svo að sú staðreynd að hann eigi ekki barn í dag, sé þessu skoti að kenna. ,,Það eina sem er verra en að fá bombu frá Kol­beini Sigþórs­syni í pung­inn er að fá bombu frá Kol­beini Sigþórs­syni í pung­inn og sjá liðsfé­laga hans skora fram­hjá þér strax í kjöl­farið. Ég á eng­in börn í dag og ég kenni hon­um um.“

Kolbeinn er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins ásamt Eiði Smára Guðjohnsen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Baldur til nýliðanna
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heimir nefnir stóran mun á íslenska landsliðinu í dag og því sem hann þjálfaði

Heimir nefnir stóran mun á íslenska landsliðinu í dag og því sem hann þjálfaði
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fóru að reikna og komust að því að þetta væri sú stjarnfræðilega upphæð sem kæmi í kassann ef Messi semur

Fóru að reikna og komust að því að þetta væri sú stjarnfræðilega upphæð sem kæmi í kassann ef Messi semur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar KSÍ

Flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar KSÍ
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Gyokeres verði að létta sig til að ná árangri

Segir að Gyokeres verði að létta sig til að ná árangri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Borgaði konunni 160 milljónir fyrir að ræða ekki málin – Neitar fyrir að hafa nauðgað henni 39 sinnum

Borgaði konunni 160 milljónir fyrir að ræða ekki málin – Neitar fyrir að hafa nauðgað henni 39 sinnum