fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Andri Fannar sá yngsti frá Íslandi sem spilar í einni af bestu deildunum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. febrúar 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Fannar Baldursson spilaði óvænt fyrir lið Bologna um helgina sem mætti Udinese í Serie A. Andri er aðeins 18 ára gamall en hann kom til félagsins frá Breiðabliki og þykir mjög mikið efni.

Miðjumaðurinn ræddi við heimasíðu Bologna eftir leik og viðurkennir að tækifærið hafi verið óvænt í 1-1 jafntefli. ,,Ég er mjög ánægður með fyrsta leikinn. Ég hef lagt mig fram í vikunni en bjóst ekki við að fá tækifæri ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Andri.

,,Stjórinn sagði mér að fara út á völlinn og skemmta mér, ég reyndi að gera mitt besta og okkur tókst að skora gott jöfnunarmark.“

Rúmt ár er síðan Bologna fékk Andra frá Breiðabliki en hann hafði spilað einn leik í Pepsi Max-deildinni áður en hann hélt út. ,,Andri Fannar Baldursson er yngsti leikmaður Íslands sem spilar leik í efstu deild í fimm sterkustu deildum Evrópu (England, Þýskaland, Frakkland, Spánn & Ítalía). Vel gert og verður gaman að fylgjast með hans framgöngu næstu misserin,“ skrifa umboðsmenn hans í Stellar Nordic á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er versta augnablikið á ferli Harry Kane

Þetta er versta augnablikið á ferli Harry Kane
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“