fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Var á leiðinni til Barcelona í gær en félagið hætti við – Gerði grín að því á netinu

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. febrúar 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona var nálægt því að fá framherjann Cedric Bakambu frá Beijing Guoan í gær á lokadegi félagaskiptagluggans.

Barcelona vildi fá framherja á lokadegi gluggans og var Bakambu ekki lengi að skella sér upp í flugvél.

Bakambu þekkir það vel að spila á Spáni en hann gerði það áður gott með Villarreal.

Hann fékk hins vegar símtal frá Barcelona í miðju flugi þar sem honum var tjáð að hætt væri við skiptin.

Bakambu hafði sjálfur bara gaman að þessu og grínaðist stuttu seinna á Twitter-síðu sinni.

Það er ekki ljóst af hverju Barcelona hætti við og verður Bakambu því áfram í Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga