fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Bjarni bölsýnn þegar hann skoðar stöðuna: „Má al­veg segja að hlut­irn­ir hafi oft litið bet­ur út“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 08:57

Skjáskot: K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason, blaðamaður Morgunblaðsins er nokkuð bölsýnn þegar hann fer yfir stöðuna á íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Eftir rúma tvo mánuði spilar liðið um laust sæti á EM næsta sumar. Liðið mætir Rúmeníu í undanúrslitum og síðan Ungverjalandi eða Búlgaríu í úrslitum.

Bjarni skoðar stöðu leikmanna Íslands og við það renna á hann tvær grímur. ,,Það er ekki laust við að maður hafi smá áhyggj­ur af stöðu mála hjá landsliðinu þessa stund­ina. Ef Erik Hamrén ákveður að treysta sín­um reynd­ustu leik­mönn­um fyr­ir leikn­um mik­il­væga gegn Rúm­en­íu, sem verður að telj­ast afar lík­legt, þá eru marg­ir leik­menn að glíma við meiðsli eða án fé­lags,“ skrifar Bjarni  í Morgunblaðið og fer svo yfir þá sem byrja flesta leiki liðsins.

,,Hann­es Þór Hall­dórs­son og Kári Árna­son kláruðu sitt Íslands­mót í sept­em­ber og Ragn­ar Sig­urðsson er án fé­lags. Ari Freyr Skúla­son er að jafna sig á meiðslum en Guðlaug­ur Victor Páls­son, sem mun að öll­um lík­ind­um leysa stöðu hægri bakv­arðar í leikn­um, er að spila nán­ast alla leiki með þýska B-deild­arliðinu Darmsta­dt,“ hann fer svo yfir stöðuna á okkar fremstu leikmönnum.

,,Jó­hann Berg Guðmunds­son er að glíma við enn ein meiðslin, Gylfi Þór Sig­urðsson á ekki sitt besta tíma­bil og Aron Ein­ar Gunn­ars­son er að koma til baka eft­ir meiðsli. Þá er Birk­ir Bjarna­son án fé­lags. Kol­beinn Sigþórs­son er í fríi og spilaði síðast í byrj­un nóv­em­ber. Þá hef­ur Jón Daði Böðvars­son verið inn og út úr byrj­un­arliði Milwall á þessu tíma­bili.“

,,Það má því al­veg segja að hlut­irn­ir hafi oft litið bet­ur út hjá strák­un­um en ef eitt­hvert lið get­ur komið sér á stór­mót í þessu „ásig­komu­lagi“ þá er það ís­lenska karla­landsliðið í knatt­spyrnu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist