fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
433Sport

RÚV og Geir urðu alveg brjáluð: „Þá sáum við mann sem var ber að ofan með haglabyssu á bakinu“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. september 2019 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Tirana:

Íslenska landsliðið kom til Albaníu í gær, vel fór um íslenska landsliðið í fluginu. Beint flug til Tirana frá Keflavík, með Icelandair.

Íslenska liðið mætir heimamönnum á morgun í undankeppni EM, erfitt verkefni en sigur er það eina sem er í boði. Baráttan á toppi riðilsins er hörð en Tyrkir og Frakkar hafa 12 stig líkt og Ísland.

Frægasta ferð Ísland til Albaníu átti sér stað árið 2013 þegar Aron Einar Gunnarsson stal sviðsljosinu. Í viðtali við Fótbolta.net, talaði hann um að Albanir væru mestmegnis glæpamenn. Ummælin vöktu athygli.

Það var hins vegar RÚV og Geir Þorsteinsson, þá formaður KSÍ sem bjuggu til lætin. Albanir kipptu sér ekki upp við ummælin, þeir voru ekki sáttir en bjuggu ekki til nein læti. Þeir skildu að fyrirliði Íslands, hafði misst þetta út úr sér.

RÚV fór mikinn eftir ummæli Arons og Geir hótaði að taka fyrirliðabandið af Aroni, degi fyrir leikinn sem Ísland vann svo. „Ég lærði mikið á þeim tíma, maður var ungur og var svolítið flippaður í viðtölum. Við vorum að tala um þegar við lentum, þá sáum við mann sem var ber að ofan með haglabyssu á bakinu. Þá sagði ég hvort þetta væri ekki mestmegnis glæpamenn,“ sagði Aron við Auðunn Blöndal í Atvinnumönnunum okkar, um málið.

„Sem fyrirliði landsliðsins að kalla heila þjóð mestmegnis glæpamenn var skandall. Ég gerði mér grein fyrir því strax.“

Aron var ekki sáttur við Geir þegar hann hótaði að taka fyrirliðabandið af honum. „Ég tók því náttúrulega illa en ég hefði alltaf spilað. Ég er stoltur Íslendingur og var ákveðinn í að bæta upp fyrir það sem ég sagði. Ég spilaði svo minn besta landsleik úti í Albaníu,“ sagði Aron.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Óli Kristjáns öskuillur eftir risastóra ákvörðun í Laugardalnum: ,,Algjörlega út í hött“

Óli Kristjáns öskuillur eftir risastóra ákvörðun í Laugardalnum: ,,Algjörlega út í hött“
433Sport
Í gær

Kára leið illa í Laugardalnum: ,,Þetta var hræðilegt“

Kára leið illa í Laugardalnum: ,,Þetta var hræðilegt“
433Sport
Í gær

Er í lagi að stunda kynlíf rétt fyrir stór átök? – Sérfræðingur svarar

Er í lagi að stunda kynlíf rétt fyrir stór átök? – Sérfræðingur svarar
433Sport
Í gær

Einkunnir úr mögnuðum sigri: Nýja stjarnan fær góða dóma

Einkunnir úr mögnuðum sigri: Nýja stjarnan fær góða dóma
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar: Ungur Rúnar – Mætir á draumaslóðir í næstu viku

Sjáðu myndirnar: Ungur Rúnar – Mætir á draumaslóðir í næstu viku
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu markið: Aron skoraði aftur í öruggum sigri

Sjáðu markið: Aron skoraði aftur í öruggum sigri