fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
433Sport

Útför Atla fer fram í dag og margir minnast hans: „Ég elska þig sama hvort þú sigr­ar eða tap­ar, ef þú elsk­ar ekki það sem þú ert að gera ertu á röng­um velli“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. september 2019 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Eðvalds­son fædd­ist í Reykja­vík 3. mars 1957. Hann lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans 2. sept­em­ber 2019. Útför Atla fer fram í Hallgrímskirkju í dag.

Atli var hvers manns hugljúfi en knattspyrnuhreyfingin syrgir einn sinn dáðasta son. Atli átti merkilegan feril sem knattspyrnumaður, hann lék meðal annars með Borussia Dortmund, Fortuna Düsseldorf og fleiri liðum. Atli var landsliðsþjálfari frá 1999 til 2003 en hann þjálfaði fjölda liða.

Fjöldi fallegra minningargreina er í Morgunblaðinu í dag. ,,Alþjóð virðist vita um áhrif þín á knatt­spyrnu­hreyf­ing­una inn­an vall­ar sem utan. Hún mótaði okk­ur börn­in þín auðvitað einnig enda fylgd­um við öll í fót­spor þín á einn hátt eða ann­an. Að al­ast upp með aðra eins fyr­ir­mynd er ein­stakt að mér skilst en gat á sama tíma verið yfirþyrm­andi. Ég t.d. taldi mér trú um að ég þyrfti að vera fremst­ur í öllu sem ég tók að mér til að geta átt mögu­leika á að feta í þín fót­spor,“ skrifar Egill Atlason, sonur Atla.

Þar segir Egill svo að faðir hans hafi breytt hugmyndum hans þegar hann var 13 ára. ,,Þér tókst með einni setn­ingu að fjar­lægja alla þá óþarfa byrði af mér eft­ir ein­hvern ósig­ur inn á íþrótta­vell­in­um á 13. ald­urs ári þegar þú sagðir við mig: „Ég elska þig sama hvort þú sigr­ar eða tap­ar, ef þú elsk­ar ekki það sem þú ert að gera ertu á röng­um velli.“ Þessi orð voru ákveðin þátta­skil í mínu lífi og 15 árum síðar þegar ég rifjaði upp þessa sögu með þér varst þú hissa, það sem þér þótti sjálf­sagður hlut­ur hafði breytt svo miklu fyr­ir mig.“

Bæjarins bestu og sögur

David Winnie kom og spilaði fyrir KR árið 1998, en fyrstu kynni hans af Atla segja mikið. ,,Nú kveð ég góðan fé­laga eft­ir rúm­lega tveggja ára­tuga vináttu. Það var árið 1998 sem ég hitti Atla, þegar hann sótti mig upp á Kefla­vík­ur­flug­völl. Ég var þarna mætt­ur til að leggja mitt af mörk­um fyr­ir KR og Atla, sem þá var þar við stjórn­ina. Það var varla að hann hefði fyr­ir því að anda, svo mikið talaði hann meðan hann ók eft­ir Reykja­nes­braut­inni. Um fal­lega, ynd­is­lega Ísland, sög­ur úr fót­bolt­an­um og svo fleiri sög­ur úr bolt­an­um. Ég bjóst við að vera skutlað beint upp á hót­el, að fá að ná aðeins átt­um í nýju landi, en Atli hafði um það aðrar hug­mynd­ir. Hann ók rak­leiðis niður í miðbæ, lagði bíln­um fyr­ir fram­an for­láta skúr og keypti handa mér pylsu – „Bæj­ar­ins bestu“ sagði hann mér, „þjóðarrétt­ur Íslend­inga“. Þetta setti tón­inn að vinátt­unni. Það þurfti aldrei nein flott­heit, gald­ur­inn fólst í ein­fald­leik­an­um. Sam­ver­unni. Sam­ræðunum. Fót­bolt­an­um.“

Minning Atla mun lifa um ókomna tíð.

Alltaf að vinna saman

Guðmundur Hreiðarsson, fyrrum markvörður landsliðsins og markmannsþjálfari í dag átt mörg samtöl við Atla. ,,Þá er komið að kveðju­stund elsku Atli minn. Þú sagðir við mig un dag­inn: Gummi veistu, að við erum bún­ir að þekkj­ast í 40 ár,“ skrifar Guðmundur.

,,Við spiluðum fót­bolta sam­an, á móti hvor örðum, þjálfuðum sam­an, vor­um ótrú­lega nán­ir vin­ir alla tíð frá fyrstu kynn­um. Þú sagðir stund­um að við vær­um eins og eineggja tví­bur­ar. Við náðum ótrú­lega vel sam­an, sýn okk­ar beggja og ástríða fyr­ir fót­bolta var tíma­laus, við gát­um rætt leiki taktík út í það óend­an­lega. Alltaf varst þú með lausn­ina og frá henni unn­um við okk­ur niður í vanda­málið. Við set­um upp plan og æf­inga­áætl­un, þrátt fyr­ir að við vær­um ekki að þjálfa eða vinna sam­an, það skipti ekki máli, við vor­um í raun alltaf að vinna sam­an.“

Atla þakkað fyrir sitt framlag

Guðni Bergsson formaður KSÍ, þakkar Atla fyrir sitt framlag til landsliðsins. ,,Knatt­spyrnu­hreyf­ing­in þakk­ar hon­um á þess­ari stundu hans mikla fram­lag til ís­lenskr­ar knatt­spyrnu,“ skrifar Guðni.

,,Það sem eft­ir stend­ur núna er vinátt­an og góðu stund­irn­ar sem við átt­um sam­an sem liðsfé­lag­ar með Val og landsliðinu. Atli sá alltaf það já­kvæða í hlut­un­um og því sem hann tók sér fyr­ir hend­ur. Það voru for­rétt­indi að fá að spila með Atla. Hann var ein­stak­ur á svo marg­an hátt og við mun­um sakna hans. Hug­ur manns er nú hjá fjöl­skyldu hans og vil ég senda börn­um Atla, Agli, Sif, Emil og Söru ásamt tengda­börn­um, systkin­um og barna­börn­um og öll­um ást­vin­um mín­ar inni­leg­ustu samúðarkveðjur.“

Sögumaður góður

Allir þeir sem þekktu til Atla og ræddu við hann eru á sama máli, sögustund með Atla var einstök skemtun. ,,Atli kunni þá list að segja sög­ur og það oft í löngu máli og ekki voru sam­töl­in um leiki, þjálf­un og taktík síðri. Þýski skól­inn kom oft við sögu. Í reynd lauk sam­töl­um við Atla aldrei, þeim var ein­fald­lega frestað þar til síðar. Atli hafði þann góða mann­kost að láta gott af sér leiða og hvetja aðra til dáða. Knatt­spyrn­an var Atla lífs­ins saga sem hann gaf allt sitt. Ég kveð traust­an fé­laga og minn­ist margra góðra stunda með Atla á leik­velli lífs­ins,“ skrifar Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ.

Þjóðareign

Þorgrímur Þráinsson og Atli þekktust í gegnum Val og íslenska landsliðið. Atli var á tímabili þjóðareign. ,,Atli Eðvalds­son var risa­stór per­sónu­leiki, þjóðar­eign á tíma­bili, maður fólks­ins. Hetja! Hver ann­ar gæti skorað fimm mörk í ein­um og sama leikn­um í Bundeslig­unni, flogið heim kort­eri seinna og skorað sig­ur­mark Íslands á Laug­ar­dals­vell­in­um? Sex mörk á rúm­um sól­ar­hring í júní árið 1983. Atli gerði allt með bros á vör, 100% ein­beitt­ur og með keppn­is­hörk­una að leiðarljósi. Sann­ur fyr­irliði utan vall­ar sem inn­an, reif eða hreif menn í gang ef þess þurfti með.“

Ómetanlegur styrkur

Lárus Guðmundsson og Atli léku saman í Þýskalandi, þar var Atli mikil hjálp fyrir Lárus. ,,Í dag er vin­ur minn Atli Eðvalds­son bor­inn til hinstu hvílu. Við bund­umst ei­líf­um vina­bönd­um fyr­ir ára­tug­um þegar Atli gekk til liðs við Bayer Uer­d­ingen frá Fort­una Düs­seldorf, en þar var ég fyr­ir. Á þeim tíma var aðeins heim­ilt að tefla fram tveim­ur út­lend­ing­um í hverju liði í þýsku Bundeslig­unni. At­vinnu­mennsk­an er harður heim­ur og nokkuð ólík þeirri glans­mynd sem dreg­in er upp í fjöl­miðlum. Atli var eldri og reynd­ari en ég og reynd­ist mér ómet­an­leg­ur styrk­ur og stuðning­ur í þeirri bar­áttu sem á sér stað bak við tjöld­in um stöður í liði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Griezmann eftir undirbúning Messi

Sjáðu stórkostlegt mark Griezmann eftir undirbúning Messi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu svakalegt mark Southampton – Refsuðu Ederson

Sjáðu svakalegt mark Southampton – Refsuðu Ederson
433Sport
Í gær

,,Drullusama um það sem stendur í blöðunum“

,,Drullusama um það sem stendur í blöðunum“
433Sport
Í gær

Klopp nefnir tvö sigurstranglegustu liðin

Klopp nefnir tvö sigurstranglegustu liðin
433Sport
Í gær

Kári, Halldór og Sölvi sáu rautt í tapi Víkinga – Allt vitlaust á KR-velli

Kári, Halldór og Sölvi sáu rautt í tapi Víkinga – Allt vitlaust á KR-velli
433Sport
Í gær

Byrjunarlið KR og Víkings R: Þórður í markinu

Byrjunarlið KR og Víkings R: Þórður í markinu