fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433

Rosaleg dramatík í jafntefli Vals og Stjörnunnar – Fylkir lagði HK

Victor Pálsson
Mánudaginn 26. ágúst 2019 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórleikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er Íslandsmeistarar Vals fengu Stjörnuna í heimsókn.

Fjörið byrjaði snemma leiks en Patrick Pedersen skoraði mark eftir aðeins sjö mínútur fyrir Valsmenn.

Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna á 28. mínútu með frábæru skoti fyrir utan teig.

Sölvi Snær Guðbjargarson kom svo Stjörnunni yfir áður en Andri Adolphsson jafnaði aftur fyrir heimamenn.

Valsmenn fengu svo vítaspyrnu í blálokin en Patrick Pedersen klikkaði þar á punktinum. Haraldur Björnsson sá við honum og varði vel.

Fleiri voru mörkin ekki og lokastaðan 2-2 í stórskemmtilegum leik á Hlíðarenda.

Í hinum leik kvöldsins áttust við Fylkir og HK en þeim leik lauk með 3-2 sigri Fylkismanna.

Geoffrey Castillion reyndist hetja Fylkis en hann gerði sigurmark liðsins í síðari hálfleik.

Valur 2-2 Stjarnan
1-0 Patrick Pedersen (7′)
1-1 Hilmar Árni Halldórsson (28′)
1-2 Sölvi Snær Guðbjargarson (58′)
2-2 Andri Adolphsson (83′)

Fylkir 3-2 HK
1-0 Hákon Ingi Jónsson (8′)
1-1 Birkir Valur Jónsson (20′)
2-1 Valdimar Þór Ingimundarson (28′)
2-2 Ásgeir Marteinsson (52′)
3-2 Geoffrey Castillion (55′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk 21 árs dóm fyrir voðaverkin – Var allsgáður er hann framdi verknaðinn

Fékk 21 árs dóm fyrir voðaverkin – Var allsgáður er hann framdi verknaðinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Í gær

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Í gær

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup