fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

Plús og mínus: Martröð Óla Kristjáns gegn Blikum

Victor Pálsson
Mánudaginn 26. ágúst 2019 19:52

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik bauð upp á magnaða endurkomu í kvöld er liðið spilaði við FH í Pepsi Max-deild karla.

FH komst í 2-0 í leiknum í kvöld en Breiðablik svaraði fyrir sig með fjórum mörkum – þrjú af þeim komu í síðari hálfleik.

Lokastaðan 4-2 fyrir Blikum og hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Leikurinn var frábær skemmtun fyrir þá sem mættu á völlinn, sóknarbolti af bestu gerð. FH framan af leik og síðan tóku Blikar við.

Ekki skal dæma leik FH aðeins út frá úrslitum sínum, spilamennska liðsins í fyrri hálfleik var mögnuð. Það besta frá FH í langan tíma.

Endurkoma Blika var frábær, fengu vissulega hjálp með rauða spjaldinu frá Davíði Þór Viðarssyni. Þei gerðu hins vegar vel og því ber að hrósa.

Brynjólfur Darri er að stimpla sig hressilega inn í lið Blika, hann gefur liðinu öðruvísi spil til að spila á. Að auki virðist hann harðari í horn að taka en uppaldir Blikar eru, upp til hópa.

Mínus:

Bæði Gunnleifur Gunnleifsson og Daði í marki FH áttu vondan dag, Gunnleifur var í brasi framan af leik og Daði var óöruggur í þeim síðari.

Bakverðir beggja liða voru í veseni fyrir utan Alfons Sampsted sem var öflugur.

Davíð Þór Viðarsson fékk réttilegt rautt spjald miðað við sjónarhornið úr stúkunni, það reyndist FH mjög dýrkeypt.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH hefur mætt Blikum í fjögur skipti frá því að hann kom aftur til landsins. Hans gamla félag hefur unnið alla fjóra leikina gegn FH, markatalan er 15-5.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breiðablik tapaði í seinni leiknum gegn Lech

Breiðablik tapaði í seinni leiknum gegn Lech
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Orri skoraði úr ‘Panenka’ vítaspyrnu – Sjáðu markið

Orri skoraði úr ‘Panenka’ vítaspyrnu – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fær lygileg laun í nýju vinnunni – Nánast ekkert sannað en þénar 2,5 milljarða

Fær lygileg laun í nýju vinnunni – Nánast ekkert sannað en þénar 2,5 milljarða
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiga í viðræðum við Liverpool

Eiga í viðræðum við Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Holding færir sig nær Sveindísi

Holding færir sig nær Sveindísi
433Sport
Í gær

Útskýrir hvers vegna hann valdi Manchester United

Útskýrir hvers vegna hann valdi Manchester United
433Sport
Í gær

Staðfesta komu Xhaka

Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Í gær

Samfélagið harmi slegið í kjölfar andláts 10 ára barns

Samfélagið harmi slegið í kjölfar andláts 10 ára barns
433Sport
Í gær

Eftirmaður Xavi Simons er í Championship deildinni

Eftirmaður Xavi Simons er í Championship deildinni