Kylian Mbappe er verðmætasti knattspyrnumaður í heimi í dag samkvæmt útreikningum Football Observatory.
Mbappe er metinn á 230 milljónir punda en hann er í eigu PSG, Real Madrid mun innan fárra ára reyna að kaupa hann.
Mohamed Salah hjá Liverpool kemur næstur á eftir og í þriðja sætinu er Raheem Sterling hjá Manchester City. Aldur, frammistaða, lengd á samningi og fleira spilaði þar inn í.
Liverpool á þrjá menn á listanum en Cristiano Ronaldo er ekki á meðal tíu efstu manna.
10 verðmætustu:
1. Kylian Mbappe (PSG) £230m
2. Mohamed Salah (Liverpool) £200m
3. Raheem Sterling (Man City) £190m
4. Lionel Messi (Barcelona) £153m
5. Jadon Sancho (B. Dortmund) £145m
6. Sadio Mane (Liverpool) £144m
7. Harry Kane (Tottenham) £143m
8. Roberto Firmino (Liverpool) £132m
9. A. Griezmann (Barcelona) £131m
10. Leroy Sane (Man City) £125m