fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |
433Sport

Jóhann dáist af Pétri og öðrum sem fara yfir strikið: „Geta hagað sér eins og hálf­gerðir villi­menn “

433
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Ingi Hafþórsson, blaðamaður Morgunblaðsins skrifar skemmtilegan bakvörð í blað dagsins. Þar fer hann yfir íþróttamenn sem hafa rosalegt keppnisskap.

Jóhann telur um menn sem fara oft yfir strikið að hans mati, hann ber mikla virðingu fyrir þeim.

,,Að labba inn á íþrótta­völl get­ur haft ótrú­leg­ustu áhrif á dag­far­sprúða menn. Menn sem eru hinir ró­leg­ustu og kurt­eis­ustu geta hagað sér eins og hálf­gerðir villi­menn á íþrótta­vell­in­um. Ég er ekki að gagn­rýna slíka íþrótta­menn, alls ekki. Keppn­is­skapið verður til þess að þeir ná enn lengra en þeir ann­ars myndu gera,“ skrifar Jóhann í Morgunblaðið.

,,Knatt­spyrnumaður­inn Luis Su­árez er til í að gera allt til að vinna og stund­um fer hann langt yfir strikið. Væri hann ekki með þessa skap­gerð á vell­in­um, væri hann hins veg­ar ekki eins góður.“

,,Diego Costa er annað dæmi. Eins og Su­árez fer hann stund­um langt yfir strikið, en hann væri ekki eins góður og hann er, væri brjálað keppn­is­skapið ekki til staðar. Þeir sem þekkja þá vel segja þá afar ró­lega og hlé­dræga utan vall­ar.“

Jóhann tekur svo eitt íslenskt dæmi og nefnir þar Pétur Viðarsson, varnarmann FH.

,,Pét­ur Viðars­son, fót­boltamaður hjá FH, er annað dæmi. Hann dans­ar á lín­unni í leikj­um; kvart­ar mikið við dóm­ara og læt­ur sókn­ar­menn and­stæðing­anna stund­um finna vel fyr­ir því, bæði með tæk­ling­um og kjafti. Hann fékk beint rautt spjald fyr­ir að kalla dóm­ara „fokk­ing þroska­heft­an“ fyrr í sum­ar.“

,,Ég hef tekið viðtöl við Pét­ur eft­ir leiki, þar sem hann er ein­stak­lega kurt­eis og al­menni­leg­ur. Hann um­turn­ast í skap­inu þegar á völl­inn er komið og það ger­ir hann að betri leik­manni en hann ann­ars væri.“

,,Þótt það komi augna­blik þar sem mér finnst þess­ir íþrótta­menn fara yfir strikið, get ég ekki annað en dáðst að þeim á sama tíma.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Stjörnurnar þurftu að æfa í hörmulegu veðri – Stjórinn er harðhaus

Sjáðu myndirnar: Stjörnurnar þurftu að æfa í hörmulegu veðri – Stjórinn er harðhaus
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið: Sá besti grét í beinni er hann tjáði sig um skammarlega hegðun – Kallar eftir löngu banni

Sjáðu atvikið: Sá besti grét í beinni er hann tjáði sig um skammarlega hegðun – Kallar eftir löngu banni
433Sport
Í gær

Er þetta liðið sem Mourinho myndi vilja búa til hjá Tottenham?

Er þetta liðið sem Mourinho myndi vilja búa til hjá Tottenham?
433Sport
Í gær

Aguero klessukeyrði Ranger Rover bíl sinn í morgun: Sjáðu myndina

Aguero klessukeyrði Ranger Rover bíl sinn í morgun: Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Tölfræði Romero er miklu betri en De Gea

Tölfræði Romero er miklu betri en De Gea
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool kominn í heimsmetabók Guinness

Leikmaður Liverpool kominn í heimsmetabók Guinness
433Sport
Í gær

Sjáðu Birki Bjarnason mæta til Katar: Læknisskoðun í dag og fyrsta æfing á morgun

Sjáðu Birki Bjarnason mæta til Katar: Læknisskoðun í dag og fyrsta æfing á morgun
433Sport
Í gær

Þetta þénuðu frægustu einstaklingar heims á Instagram á síðasta ári: Ronaldo fékk 6 milljarða

Þetta þénuðu frægustu einstaklingar heims á Instagram á síðasta ári: Ronaldo fékk 6 milljarða