fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |
433Sport

Fékk mikið skítkast er hann mætti aftur til æfinga – Sagður mjög óþakklátur

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, hefur sterklega verið orðaður við brottför undanfarnar vikur.

Bale mun líklega ekki eiga fast sæti í liði Real á næstu leiktíð en Zinedine Zidane er orðinn þjálfari liðsins á ný.

Zidane er ekki mikill aðdáandi Bale og mun vængmaðurinn þurfa að sætta sig við bekkjarsetu á næstu leiktíð.

Stuðningsmenn Real vilja þá ekki sjá Bale en hann fékk mikið skítkast er snúið var aftur til æfinga í gær.

Leikmenn Real mættu til æfinga á ný eftir sumarfrí og fékk Bale svo sannarlega að heyra það fyrir utan heimavöll liðsins.

AS greinir frá því að klappað hafi verið fyrir flest öllum leikmönnum en Bale fékk hins vegar ekki góðar móttökur.

Bale hefur spilað með Real frá árinu 2013 en hann ku vera sáttur á Spáni og með þau laun sem hann fær í hverri viku.

Stuðningsmenn vilja meina að Bale sé óþakklátur og að hann sýni félaginu litla sem enga virðingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Syndir feðranna
433Sport
Í gær

Leiknir F. og Vestri í Inkasso-deildina

Leiknir F. og Vestri í Inkasso-deildina
433Sport
Í gær

Grótta vann Inkasso-deildina og spilar í efstu deild – Haukar fara niður

Grótta vann Inkasso-deildina og spilar í efstu deild – Haukar fara niður
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Navas blikkaði til Courtois sem fékk þrjú mörk á sig

Sjáðu myndina: Navas blikkaði til Courtois sem fékk þrjú mörk á sig
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool vill hækka laun Mane um 8 milljónir á viku

Liverpool vill hækka laun Mane um 8 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 2 dögum

90 mínútur með Óskari Erni: Íslandsmeistari – Teitur Þórðar, körfubolti og alltaf á leið í FH

90 mínútur með Óskari Erni: Íslandsmeistari – Teitur Þórðar, körfubolti og alltaf á leið í FH
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bjarni baunar á Dr. Football: „Það heyr­ist lítið úr þeim gal­tómu tunn­um í dag“

Bjarni baunar á Dr. Football: „Það heyr­ist lítið úr þeim gal­tómu tunn­um í dag“