fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Stöðvaði möguleg slagsmál á æfingu United: Sjáðu hvað gerðist á fyrsta degi – ,,Þessi helvítis trúður“

433
Mánudaginn 8. júlí 2019 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba er leikmaður sem er á milli tannanna á fólki þessa stundina en hann leikur með Manchester United.

Pogba vill komast burt í sumar en neyddist til að fara með United í æfingaferð til Ástralíu um helgina.

Frakkinn er ósáttur í herbúðum United og vonar innilega að annað félag kaupi sig í sumar.

Í dag birtist myndband af fyrstu æfingu United í Ástralíu og vakti stutt myndbrot þar ansi mikla athygli.

Þar má sjá þá Jesse Lingard og Paul Pogba en þeir virtust rífast nokkuð heiftarlega.

Pogba virtist ætla að vaða í Lingard áður en varnarmaðurinn Victor Lindelof kom í veg fyrir það.

,,Þessi helvítis trúður hugsar um ekkert nema sjálfan sig,“ skrifar einn stuðningsmaður United og bætir annar við: ,,Það er svo augljóst að hann er ekki ánægður. Sparkið honum burt, strax.“

Sumir segja að um grín hafi verið að ræða en dæmi nú hver fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum