fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Elvar og Tómas svara Guðna og gagnrýni hans: „Ná menn í svona smjörklípu til að gjaldfella umræðuna“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. júní 2019 14:22

Guðni Bergsson er fyrrum formaður KSÍ og býður sig nú fram að nýju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Við fengum pillu frá formanni KSÍ,“ sagði Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net i Innkastinu, hlaðvarpsþætti sem vefurinn heldur úti. Þar er Pepsi Max-deildin gerð upp.

Pillan sem Elvar talar um er frá síðustu viku, þegar Guðni Bergsson gagnrýndi Fótbolta.net opinberlega. Guðni var ósáttur með umfjöllun Fótbolta.net og hvernig þessi öflugi miðill fjallaði um málefni Björgvin Stefánssonar, framherja KR. Þar var rætt um rasísk ummæli Björgvins og hvaða niðurstaða aga og úrskurðarnefnd kemur með í hans máli.

Guðni Bergsson ósáttur og finnst lítið gert úr starfsfólki sínu: „Á lágu plani í sinni umfjöllun“

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson ræddu málið í útvarpsþætti Fótbolta.net, þá umræðu gagnrýnir Guðni. ,,“Drulla á skrifstofu KSÍ”. Fótbolti.net á lágu plani í sinni umfjöllun í dag. Mættu kynna sér betur málsmeðferðarreglur og sjálfstæði aganefndar áður en að þeir gera lítið úr starfsfólki KSÍ,“ skrifaði Guðni á Twitter.

Elvar viðrkenndi að orðalag hans hefði mátt vera með öðru móti. ,,Ég getur viðurkennt að maður hefði getað vandað sig í orðavali og bla, bla, bla,“ sagði Elvar í þætti dagsins á Fótbolta.net.

Tómas Þór lagði orð í belg, honum fannst þetta ódýr leið hjá Guðna. ,,Það er hægt að ræða þetta mál á mjög faglegum nótum, eins og við gerðum. Lið, fyrir lið, síðan þegar menn eru komnir með bakið upp við vegg, eins og KSÍ og Guðni í þessu tilviki. Þá ná menn í svona smjörklípu til að gjaldfella, alla umræðuna sem var. Afvegaleiða þetta.“

,,Þó að aga og úrskurðarnefnd sjá sjálfstæð eining, þá er þetta aga og úrskurðarnefnd KSÍ. Hann sagði að við þyrftum að kynna okkur starfsreglur hennar, það er spurning um að hann geri það líka sjálfur. Þetta er á vegum KSÍ.“

Elvar sagði að Guðni ætti rétt á því að gagnrýna en er efins um að Twitter sé réttur vettvangur, til að hjóla í fjölmiðla. ,,Ég veit ekki hvað mér finnst að formaður KSÍ, sé að gagnrýna fjölmiðil opinberlega. Það má alveg láta okkur heyra það, en að nota Twitter til þess.“

Mál Björgvins var rætt í samhengi við atvik sem upp kom í vetur. Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar fékk þá rautt spjald fyrir fordóma í garð Ingólfs Sigurðssonar, leikmanns Leiknis. Aga og úrskurðarnefnd KSÍ, gerði ekkert í því máli. Ástæðan var að skýrsla dómara gaf ekki tilefni til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld