fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Gerðu Valsmenn mistök fyrir tímabilið? – ,,Hann hentar þeim ekki neitt“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 7. maí 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóknin er nýr hlaðvarpsþáttur á 433.is, eftir hverja einustu umferð í Pepsi Max-deild karla í sumar, þá munum við gera hlutina upp.

Við fáum góða gesti til okkar en að þessu sinni var það Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu.

Íslandsmeistarar Vals voru í umræðunni í þætti dagsins en Valsmenn hafa ekki byrjað sannfærandi í sumar.

Leikmannakaup Vals hafa verið á milli tannanna á fólki en leikmenn eins og Dion Acoff og Patrick Pedersen eru farnir annað.

Menn á borð við Emil Lyng, Lasse Petry, Hannes Þór Halldórsson, Kaj Leo í Bartolsstovu og Gary Martin sömdu þá við liðið fyrir mót.

Það má deila um það hvort þessi kaup séu rétt fyrir Valsliðið og voru þau rædd í þætti dagsins.

,,Ég fór að hugsa þetta áður en við fórum í tökur. Mig minnir að hann hafi sagt fyrir mót að hann vissi sitt sterkasta byrjunarlið,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is.

,,Við sjáum það að hann hefur ekki hugmynd um það, í annarri umferð er hann búinn að skipta út miðverði, Hedlund er kominn inn fyrir Orra. Andri Adolphs var ekki í hópnum í fyrsta leik gegn Víking og svo á bekknum ónotaður gegn FH. Svo byrjar hann gegn KA.“

,,Emil Lyng hefur byrjað og farið á bekkinn. Hann veit ekki alveg hvert byrjunarliðið er og sóknarlínan er alveg ný. Mín upplifun af henni er að þarna hafi bara verið keypt nöfn, Kaj Leo hefur verið fínn í deildinni með ÍBV, Gary Martin hefur raðað inn þegar hann spilar á Íslandi og Emil Lyng var flottur í KA.“

Bjarni tekur undir þessi ummæli og ræðir sérstaklega Kaj Leo sem hefur ekki þótt byrja sannfærandi á Hlíðarenda.

,,Ég er 100 prósent sammála þessu. Kantspilið er ógeðslega lítið, Kaj Leo er gæi sem köttar inn, hann keyrir ekki upp kantinn eins og Dion Acoff gerði.“

,,Hann er svo allt öðruvísi leikmaður. Mér finnst hann ekki henta þessu Valsliði neitt.“

,,Hann sýndi samt alveg á móti FH í bikarnum, hann leggur upp markið fyrir Birni. Það er alveg spil í honum en Óli þarf svolítið að ná því úr honum. Hjá ÍBV hefur hann fengið boltann, hangið á honum og gert það sem hann vill.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kane tjáir sig um orðrómana

Kane tjáir sig um orðrómana
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Í gær

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool