fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
433Sport

Gary Martin og Valur rifta samningi: Gary segir að hann og Óli hafi ekki átt skap saman

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. maí 2019 17:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnufélagið Valur og Gary Martin hafa komist að samkomulagi um starfslok leikmannsins og eru báðir aðilar sáttir með málalok.

Gary Martin hafði þetta að segja um slitin á samningi aðila: „Ég kveð þennan leikmannahóp og þetta félag með söknuði. Þetta er stór klúbbur eins og árangur undanfarinna ára sýnir. Gagnvart mér var staðið við allt og auk þess var öll aðstaða og búnaður fyrsta flokks. Það er bara stundum þannig að menn eiga ekki skap saman. Þannig var það með okkur Óla. Og þá þarf að taka á því. Það erum við að gera með því að semja um starfslok þannig að ég geti spilað þar sem óskað er eftir kröftum mínum. Ég vona að félaginu gangi allt í haginn,“ sagði Gary.

Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals er leiður yfir því að þetta þyrfti að fara svona. „Við erum ólíkir karakterar og með svolítið ólíkar áherslur og því varð að samkomulagi að slíta samningi aðila með samkomulagi. Gary er góður drengur og ég óska honum alls hins besta í framtíðinni“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Adam kominn með nóg og getur varla horft: ,,Vita ekki sjálfir hvað þeir eru að gera“

Adam kominn með nóg og getur varla horft: ,,Vita ekki sjálfir hvað þeir eru að gera“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu dramatíkina á Akureyri – Voru dómarnir réttir?

Sjáðu dramatíkina á Akureyri – Voru dómarnir réttir?
433Sport
Í gær

Liverpool með öruggan heimasigur

Liverpool með öruggan heimasigur
433Sport
Í gær

Jói sneri aftur í jafntefli – Stuð á St James’ Park

Jói sneri aftur í jafntefli – Stuð á St James’ Park
433Sport
Fyrir 2 dögum

Byrjunarlið Manchester United og Bournemouth: Fernandes og Pogba með

Byrjunarlið Manchester United og Bournemouth: Fernandes og Pogba með
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ósáttur eftir dóm helgarinnar: ,,Hann getur ekki fjarlægt hendurnar“

Ósáttur eftir dóm helgarinnar: ,,Hann getur ekki fjarlægt hendurnar“