fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Gary Martin horfði á verðbréfasala sem elskar eiturlyf: ,,I’m not fucking leaving“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur vill losna við Gary Martin. Þetta staðfesti Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals í samtali við 433.is í gær.

Gary gekk í raðir Vals í janúar og gerði þriggja ára samning. Eftir þrjár umferðir í Pepsi Max-deildinni vill Valur nú losna við framherjann.

Meira:
Gary Martin í áfalli: Leikmenn Vals trúa ekki hvað er í gangi – ,,Valur hefur sett mig í mjög erfiða stöðu“

Tíðindin koma talsvert á óvart því ekki eru nema rúmir fjórir mánuðir síðan að Valur setti allt sitt traust á breska framherjann. ,,Ég er búinn að tilkynna honum að hann megi finna sér nýtt félag, Gary er fínn drengur og búinn að standa sig vel. Hann hentar ekki okkar leikstíl,“ sagði Ólafur í samtali við 433.is í gær.

Seinna í gær kom svo fram að Gary ætlaði sér ekki að fara frá Val, hann ætlar að berjast fyrir sínu sæti. Tíðindin komu framherjanum á óvart en í gærkvöldi stytti hann sér stundir. Ólafur Karl Finsen, liðsfélagi hans til Vals var mættur til Gary að horfa á fræga bíómynd, Wolf of Wall Street. Þar leikur Leonardo Di Caprio, kaupsýslumann sem elskar eiturlyf.

,,I´m not fucking leaving,“ öskrar Di Caprio, en það undirstrikar orð Gary um að hann sé ekki á förum frá Val. ,,Sýningin verður að halda áfram,“ sagði Gary svo í myndbandi Óla Kalla sem má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Í gær

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Í gær

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli