fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2019  |
433Sport

Rangt að ráða Solskjær? – ,,Þeir vita ekki hvað þeir eru að gera“

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. apríl 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jermaine Jenas, fyrrum leikmaður Tottenham, hefur gefið í skyn að það hafi verið mistök hjá Manchester United að tilkynna endanlega ráðningu Ole Gunnar Solskjær.

Solskjær var fyrr í mánuðinum staðfestur sem nýr stjóri United er hann gerði þriggja ára samning.

Jenas telur að það hafi verið mistök og að ákvörðunin hafi mátt bíða. Gengi United hefur versnað töluvert síðustu vikur.

,,Þetta var tilfinningaþrungin ákvörðun og eins og í öðrum viðskiptum ætti þetta að vera úthugsað þegar kemur að framtíðinni,“ sagði Jenas.

,,Það sem þeir þurftu að fjarlægja sig frá var ‘Leið Manchester United’ og ‘þetta er ekki eins og við gerðum hlutina áður.’

,,Það sem Sir Alex Ferguson gerði var einstakt og United hefur verið í vandræðum með að fylla hans skarð þrátt fyrir nokkra af bestu þjálfurum heims.“

,,Ég tel að United þurfi ekki að leita að einhverjum sem minnir á Ferguson, þeir þurfa að finna sig upp á nýtt.“

,,Jose Mourinho reyndi að gera það en félagið keypti það ekki. Ég held að þeir viti ekki hvað þeir eru að gera. Þetta snerist allt um tilfinningar þegar kom að Ole.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilaði gegn norsku risunum en færði sig svo í gæsluna

Spilaði gegn norsku risunum en færði sig svo í gæsluna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan komst áfram eftir ótrúlega dramatík – Mæta risaliði í næstu umferð

Stjarnan komst áfram eftir ótrúlega dramatík – Mæta risaliði í næstu umferð
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sögufrægustu myndirnar úr vinsælustu íþrótt heims: Hættuleg árás, óvinur þjóðarinnar og internet-stjarna

Sögufrægustu myndirnar úr vinsælustu íþrótt heims: Hættuleg árás, óvinur þjóðarinnar og internet-stjarna
433Sport
Fyrir 3 dögum

Valur fær gríðarlega erfitt verkefni í Evrópudeildinni

Valur fær gríðarlega erfitt verkefni í Evrópudeildinni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Er í kuldanum og hraunaði yfir stjóra liðsins: ,,Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt“

Er í kuldanum og hraunaði yfir stjóra liðsins: ,,Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Rooney segir að Klopp hafi aðeins gert ein stór mistök

Rooney segir að Klopp hafi aðeins gert ein stór mistök