fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
433Sport

Þegar allt var vitlaust í kringum íslenska landsliðið – Þjálfarinn var sagður vonlaus og rauk út – ,,Stjörnustælar hörundssára framherjans ná hámarki“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. desember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Það hefur ekki alltaf verið gaman i kringum íslenska karlalandsliðið í fótbolta og árin 2010 og 2011 voru heldur erfið.

Fjölmiðlaumfjöllun um liðið var ekki falleg og liðið átti í miklum vandræðum innan vallar.

Þegar flett er upp í gömlum blöðum koma greinar sem eru afar áhugaverðar. Eiður Smári Guðjohnsen fékk helst að finna fyrir því og Ólafur Jóhannesson, þá landsliðsþjálfari.

Eiður sem var lang skærasta stjarna liðsins í mörg ár mátt þola það verða fyrir harðri gagnrýni, sum átt rét á sér en önnur ekki.

,,Stjörnustælar hörundssára framherjans ná hámarki Stærsta knattspyrnustjarna Íslandssögunnar, Eiður Smári Guðjohnsen, sannaði endanlega í vikunni hversu hörundssár hann er með því að neita að tala við íslenska fjölmiðla í aðdraganda leiks Íslands og Liechtenstein sem og eftir leikinn,“ var skrifað í Fréttablaðinu árið 2010.

,,Eiður hefur iðulega tekið gagnrýni íslenskra fjölmiðla illa. Skiptir engu þó sú gagnrýni hafi verið af afar skornum skammti í gegnum tíðina og ekkert í líkingu við það sem gerist erlendis.“

,,Það er því erfitt að lesa annað út úr stöðunni en það megi ekki gagnrýna hann. Þá fari hann í fýlu.“

Fjölmiðlar voru farnir að kalla eftir því að að Ólafur Jóhannesson yrði rekinn úr starfi, hann hafði ekki náð góðum árangri og margir vildu breyta til. Í seinni tíð hefur tími hans með liðið fengið betri umfjöllun og þær breytingar sem hann stóð fyrir borguðu sig.

,,KSÍ þarf að vanda til verka á næstu árum og sjá til þess að hlúð verði á réttan hátt að þessum strákum svo þeir geti lyft A-landsliðinu á þann stall sem það á að vera á. Þessir strákar hafa alla burði til þess að lyfta þessu landsliði á hærra plan en það hefur áður náð,“ er skrifað.

,,Ef það takmark á að nást þarf líka hæfan mann í brúna. Mun hæfari en þann sem þar er fyrir því hann einfaldlega virðist ekki ráða við starfið. Það ber árangur síðustu þriggja ára vitni um..“

Samband Ólafs og Eiðs var mikið til umfjöllunar þar sem sagt var að Eiður væri með hann í vasanum. Hann mætti í verkefni þegar honum hentaði. Þá rauk Ólafur út af fréttamannafundi þegar hann fékk spurningar sem hann taldi ekki sanngjarnar.

,,Blaðamannafundurinn hófst á íslensku og komu aðeins spurningar úr salnum frá Eiríki Stefáni Ásgeirssyni blaðamanni Fréttablaðsins og Vísis. Þegar þrjár mínútur voru liðnar af fundinum spurði Eiríkur Ólaf hvort hans tími væri ekki liðinn sem landsliðsþjálfari í ljósi árangurs liðsins undir hans stjórn. Því svaraði Ólafur, „Ja, nú segi ég eins og góður maður sagði – nú ertu farinn að tala um eitthvað annað en fótbolta og því get ég ekki svarað.“ Þegar því var mótmælt sagði Ólafur, „Ég nenni ekki að tala lengur. Takk fyrir í dag,“ og rauk út án þess að tala við fleiri fjölmiðla, hvorki íslenska né danska,“ segir á vef RÚV um málið árið 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Ja-ja ding dong
433Sport
Í gær

Rúrik útilokar ekki að spila á Íslandi – ,,Þurfti að hlaupa fyrir utan húsið mitt út tímabilið“

Rúrik útilokar ekki að spila á Íslandi – ,,Þurfti að hlaupa fyrir utan húsið mitt út tímabilið“
433Sport
Í gær

Mourinho ætlar ekki að horfa á myndina: ,,Ég reyni að gleyma þessu“

Mourinho ætlar ekki að horfa á myndina: ,,Ég reyni að gleyma þessu“
433Sport
Í gær

Costa öskraði á Conte: ,,Hann þóttist ekki hlusta“

Costa öskraði á Conte: ,,Hann þóttist ekki hlusta“
433Sport
Í gær

Hraunar yfir Maguire og segir hann ljúga að öllum: ,,Ég er svo lélegur í fótbolta“

Hraunar yfir Maguire og segir hann ljúga að öllum: ,,Ég er svo lélegur í fótbolta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hannes keyrði á mann og úr varð ótrúleg saga: Ætlar að gera kvikmynd – ,,Ég þurfti að halda honum ánægðum“

Hannes keyrði á mann og úr varð ótrúleg saga: Ætlar að gera kvikmynd – ,,Ég þurfti að halda honum ánægðum“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gummi Ben varð heimsfrægur á svipstundu -„Það bara hringdu allir fjölmiðlar í heiminum“

Gummi Ben varð heimsfrægur á svipstundu -„Það bara hringdu allir fjölmiðlar í heiminum“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Juventus sagt hafa boðið vonarstjörnu United risasamning

Juventus sagt hafa boðið vonarstjörnu United risasamning
433Sport
Fyrir 2 dögum

,,Það er það eina sem Grealish hugsar um“

,,Það er það eina sem Grealish hugsar um“