fbpx
Mánudagur 10.ágúst 2020
433Sport

Eldheitar umræður um hver eigi að verða Íþróttamaður ársins: „Staðreyndum mínum er drullusama um tilfinningar þínar“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. desember 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok desember verður gert opinbert, hver verður Íþróttamaður ársins á Íslandi fyrir árið 2019. Samtök íþróttafréttamanna standa að kjörinu og hafa nú skilað inn atkvæðum sínum. Á þessum tíma árs er iðulega mikið rætt um hver eigi þessi virtu verðlaun skilið.

Hlaðvarpsþátturinn Dr. Football ræddi um málið í gær og þar fóru fram heitar umræður um hver ætti að vinna þetta, þar voru menn ósammála og tókust á um málið.

,,Ég er harðari á því en áður að Martin Hermansson vinni þetta, hann vinnur þetta,“ sagði Mikael Nikulásson, sérfræðingur þáttarins og á þar við íslenska landsliðsmanninn í körfubolta. Martin hefur átt frábært ár með Alba Berlin í Þýskalandi, gert vel þar og í Evrópu með liðinu.

,,Það er bull. Það væri eins og ég myndi segja að Karl Malone væri besti leikmaður í sögu NBA, Martin gerði ekkert,“ sagði stjórnandi þáttarins, Hjörvar Hafliðason og var ekki sammála því að Martin ætti að vinna þetta í ár. ,,Hann á ekki séns, staðreyndunum mínum er drullusama um tilfinningar þínar. Ég er búinn að ræða þetta við körfuboltasamfélagið, hann gerði ekki neitt. Ég er búinn að ræða við þetta, þeir sögðu sögðu að Alba Berlin hefði ekkert gert.“

Kristján Óli Sigurðsson telur að Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta fari með sigur af hólmi. Annað árið í röð. ,,Ég held að Sara Björk taki þetta, ég myndi alltaf velja Aron Pálmarsson frekar. Ég held að það verði kona í þetta skiptið, að Sara verji titilinn. Hún varð þýskur meistari og fór langt í Meistaradeildinni,“ sagði Kristján Óli en Mikael útilokaði að Sara Björk myndi vinna.

Hjörvar telur að Gylfi Þór Sigurðsson, skærasta stjarna fótboltans á Íslandi eigi að fá verðlaunin í ár. ,,Ég var að skoða Gylfa Þór Sigurðsson, það var einn leikmaður sem skoraði meira en hann utan Bretlands, í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Hann skoraði 13 mörk á tímabilinu. Bara Eden Hazard, einn launahæsti maður í heimi. Fyrir mér er árangur, peningar. Mér finnst það einfaldasta leiðin til að mæla það.“

,,Það er erfiðast að meika það í fótbolta, Ísland vann sex mótsleiki á árinu,“ sagði Hjörvar

Við þessi orð Hjörvars, varð Mikael ansi illur. ,,Í hvað ertu kominn? Hvaða máli skiptir það? Hvað vann handboltalandsliðið marga leiki? Örugglega meira en sex, þeir unnu skítaleiki. Það kemur málinu ekkert við, hann var ekki bestur á þessu ári almanaksári í landsliðinu. Gylfi var frábær frá janúar fram í maí, hann verður alltaf í topp 3-4. Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekkert getað frá því í ágúst, ekkert getað með Everton. Ef hann væri í sterkara liði þá væri hann löngu dottinn á bekkinn. Hann gæti samt alveg unnið þetta, Aron Pálmarsson og Martin Hermannsson. Af þessum boltagæjum. Þetta er svo fáranlegt, þegar þú ert byrjaður að nefna Andorra og svoleiðis lið.“

Hjörvar svaraði Mikael. ,,Staðreyndunum mínum er drullusama um tilfinningar þínar, ég vinn í staðreyndum,“ sagði Hjörvar en Mikael var fljótur til þess að svara.

,,Tilfinningunum mínum er drullusama um staðreyndirnar þínar, það er málið. Staðreyndirnar þínar eru gjörsamlega út úr kortinu. Ragnar Sigurðsson skoraði bæði mörkin í Tyrkjum, eina leiknum sem við gátum eitthvað í. Fyrirliði í toppbaráttu í Rússlandi. Er hann ekki besti knattspyrnumaðurinn?.“

Þeir nefndu einnig Júlían J.K. Jóhannsson, kraftlyfingakappa, Arnar Davíð Jónsson, sem náði góðum árangri í keilu og fleiri.

Hver er íþróttamaður ársins að þínu mati? Segðu skoðun þína hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

KR spilar á móti Celtic – Eitt sigursælasta lið heims

KR spilar á móti Celtic – Eitt sigursælasta lið heims
433Sport
Fyrir 2 dögum

Páll segir að staðan sé óþægileg og erfið – „Við höfum ekki fengið fullnægjandi svör“

Páll segir að staðan sé óþægileg og erfið – „Við höfum ekki fengið fullnægjandi svör“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Natasha Moraa Anasi fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra – Stefnir að því að komast aftur í íslenska landsliðið

Natasha Moraa Anasi fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra – Stefnir að því að komast aftur í íslenska landsliðið
433Sport
Fyrir 3 dögum

Meistaradeildin: Lyon áfram þrátt fyrir tap gegn Juventus – Manchester City áfram eftir sigur á Real Madrid

Meistaradeildin: Lyon áfram þrátt fyrir tap gegn Juventus – Manchester City áfram eftir sigur á Real Madrid
433Sport
Fyrir 3 dögum

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“
433Sport
Fyrir 3 dögum

KR missir leikmann – „Það er slæmt að missa hann“

KR missir leikmann – „Það er slæmt að missa hann“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Logi opinberar hvers vegna Ólafur fer ekki í FH – Líkir honum við Ronaldo

Logi opinberar hvers vegna Ólafur fer ekki í FH – Líkir honum við Ronaldo
433Sport
Fyrir 4 dögum

Manchester City fær Aké til sín – Afar hár verðmiði

Manchester City fær Aké til sín – Afar hár verðmiði