Carlo Ancelotti hefur ákveðið að fara í viðræður við Everton um að taka við liðinu. Hann var rekinn frá Napoli í vikunni.
Ancelotti hefur áður starfað á Englandi en hann var stjóri Chelsea um tíma og gerði þá meðal annars, að enskum meisturum.
Ancelotti hefur stýrt mörgum stórliðum, þar á meðal Real Madrid og FC Bayern.
Það væri ansi stór yfirlýsing hjá Everton að landa Ancelotti en Marco Silva var rekinn úr starfi á dögunum.
Duncan Ferguson stýrir Everton nú tímabundið, liðið vann Chelsea um síðustu helgi og heimsækir Manchester United á sunnudag.