fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Atli Viðar hafnar öllu og segir launamál sín ekki koma öðrum við: „Enginn fótur fyrir málaferlum“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 18:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Viðar Björnsson, fyrrum framherji FH hafnar því í samtali við Fótbolta.net að hann hafi ætlað í mál við FH, sökum launa sem félagið skuldar sér. Þetta gerir hann í samtali við Fótbolta.net.

FH hefur skuldað leikmönnum sínum talsverðar fjárhæðir síðustu mánuði og mikið verið fjallað um málið. Fjallað var um málið í Dr. Football í dag en þar er fullyrt að Atli Viðar Björnsson, fyrrum leikmaður félagsins eigi inni einhverjar milljónir hjá félaginu. Atli Viðar hætti í FH fyrir meira en ári síðan. ,,Ég hef fengið 93 ábendingar um að Atli Viðar eigi inni pening hjá FH,“ sagði Hjörvar Hafliðason, stjórnandi þáttarins.

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins segir að Atli Viðar hafi ætlað í málaferli við FH. ,,Skýrslan er þannig, hann var á leiðinni í málaferli við félagið. Þetta hleypur á einhverjum milljónum, það náði að stoppa þessi málaferli í bili. Ég væri búinn að heyra ef greiðslur væru komnar.“

Atli hafnar þessu öllu í samtali við Fótbolta.net. „Fyrir það fyrsta koma mín launamál öðrum ekki við. Það á samt sama við mig og marga aðra í íþróttahreyfingunni að ég fekk ekki launin alltaf fyrsta hvers mánaðar,“ hélt hann áfram.

„En það hefur ekki hvarflað að mér í eina sekúndu að fara í mál við FH og það er enginn fótur fyrir því. Ég hef bara átt í góðum samskiptum við þá sem stjórna FH síðan ég hætti,“ sagði Atli við Fótbolta.net.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag