fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
433Sport

Þetta segja Rúmenar um íslenska liðið: Telja Gylfa og Alfreð stjörnur Íslands

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 22. nóvember 2019 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins um laust sæti á EM næsta sumar. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í mars en í úrslitum bíður annað hvort Ungverjaland eða Búlgaría á útivelli.

Það er áhugavert að skoða umfjöllun fjölmiðla í Rúmeníu eftir dráttinn, en flestir eru þeirrar skoðunar að íslenska liðið sé verðugur andstæðingur og búast við strembnu verkefni. Þá gera fjölmiðlar mikið úr stuðningi við landsliðið og víkingaklappinu margfræga sem gerði garðinn frægan á EM 2016. „Íslendingar munu reyna að hræða Rúmena með víkingaklappi sínu,“ segir til dæmis í fyrirsögn netmiðilsins Sport.

Telja sig geta unnið

„Ísland er lið sem við getum unnið, jafnvel þó Íslandi hafi tekist að vinna lið eins og Tyrkland á útivelli í gegnum tíðina,“ segir Ciprian Marica, fyrrverandi landsliðsmaður Rúmeníu, við Sport. Marica þessi spilaði 71 landsleik fyrir Rúmeníu á árunum 2003 til 2014 og spilaði fyrir lið eins og Shakhtar Donetsk, Stuttgart og Schalke.

Marica á þó von á erfiðum leikjum, sérstaklega í ljósi þess að rúmenska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta upp á síðkastið. Rúmenar lentu í fjórða sæti í F-riðli, þeir fengu 14 stig og enduðu fyrir neðan Noreg, Svíþjóð og Spán. Spánn og Svíþjóð fóru beint á EM en Noregur í umspilið eins og Rúmenía. Liðið er nú þjálfaralaust eftir að Cosmin Contra var vikið frá störfum eftir undankeppnina.

Gylfi og Alfreð stjörnur liðsins

Þá fjallar Sport um helstu leikmenn íslenska liðsins og bendir á að Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason séu þeir „verðmætustu“. Markaðsvirði Gylfa sé 35 milljónir evra á meðan Alfreð er metinn á 15 milljónir evra. Íslenska liðið hafi áður fyrr ekki verið merkilegt en nú sé staðan önnur og íslenska liðið farið að berjast við þau bestu í Evrópu.

Rúmenskir fjölmiðlar rifja einnig upp fyrri viðureignirnar við Ísland. Sport bendir á að Ísland og Rúmenía hafi verið saman í riðli í undankeppni HM 1998. Báðir leikirnir fóru 4-0 fyrir Rúmeníu. Þann 9. október 1996 mættust liðin á Laugardalsvelli og skoruðu Viorel Moldovan, George Hagi, Gheorghe Popescu og Dan Petrescu. Í seinni leiknum í Rúmeníu, í september 1997, skoruðu Dan Petrescu, Constantin Galca og Gheorge Hagi tvisvar. Dan Petrescu er meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við stjórastöðuna hjá Rúmenum og því gæti vel verið að hann mæti aftur á Laugardalsvöll, tæpum 23 árum eftir síðustu heimsókn.

Áhyggjur af Laugardalsvelli

Rúmenskir fjölmiðlar eru þegar farnir að velta fyrir sér draumaandstæðingi í úrslitaleiknum, fari svo að Rúmenía vinni Ísland. Rúmenar myndu helst af öllu vilja spila úrslitaleik við Ungverja, enda hafa Rúmenar haft afar gott tak á Ungverjum undanfarna áratugi. 39 ár eru liðin síðan Ungverjar unnu þá síðast. Það gerðist haustið 1981 í undankeppni HM 1982. Síðan þá hafa liðin mæst níu sinnum; sex sinnum hafa Rúmenar unnið en þrisvar hefur jafntefli orðið niðurstaðan.

Þá veltir vefmiðillinn Adevarul því fyrir sér hvort raunhæft sé að leikurinn fari fram á Laugardalsvelli í mars. Hávetur er á Íslandi á þessum tíma en líklegt má telja að KSÍ muni grípa til ráðstafana til að völlurinn verði leikfær.

Anghel Iordanescu, sem þjálfaði landslið Rúmeníu um tíu ára skeið, á árunum 1971 til 1981, segir við Libertatea að mikilvægt sé að spila á góðum velli gegn Íslandi. Hann sagði að Ísland spilaði fótbolta sem henar Rúmenum ágætlega. Sagðist hann vilja að leikurinn yrði færður til Danmerkur en kvaðst þó ekki hafa neinar væntingar um að það myndi gerast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Einungis sólarhringur til stefnu – „Það eru miklir hagsmunir í húfi“ 

Einungis sólarhringur til stefnu – „Það eru miklir hagsmunir í húfi“ 
433Sport
Í gær

Þetta eru liðin sem íslensku liðin mæta í Evrópukeppninni

Þetta eru liðin sem íslensku liðin mæta í Evrópukeppninni
433Sport
Fyrir 4 dögum

Meistaradeildin: Lyon áfram þrátt fyrir tap gegn Juventus – Manchester City áfram eftir sigur á Real Madrid

Meistaradeildin: Lyon áfram þrátt fyrir tap gegn Juventus – Manchester City áfram eftir sigur á Real Madrid
433Sport
Fyrir 4 dögum

„Ræfillinn keyrði aftan á dóttur mína og skildi hana eftir grátandi og í sjokki á miðri Snorrabraut“

„Ræfillinn keyrði aftan á dóttur mína og skildi hana eftir grátandi og í sjokki á miðri Snorrabraut“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Óvenjuleg hárgreiðsla knattspyrnumanns vekur reiði – „Hvað í fjandanum gerðist?“

Óvenjuleg hárgreiðsla knattspyrnumanns vekur reiði – „Hvað í fjandanum gerðist?“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“