fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Bróðir Kjartans Henry féll skyndilega frá: „Það koma jól og af­mæl­is­dag­ar sem verða erfiðir“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. nóvember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason framherji Vejle og landsliðsmaður íslands minnist bróður síns, Hallgríms Þormarssonar sem féll frá á dögunum í viðtali við Morgunblaðið í dag. Kjartan skoraði fyrir Vejla skömmu eftir fráfall Hallgríms og tileinkaði honum markið.

Hallgrímur féll frá í blóma lífsins en Kjartan segir að erfið augnablik muni koma á næstunni þar sem minningar um Hallgrím munu hellast yfir hann.

„Það hef­ur verið mjög erfitt og ég hugsa að ég sé ekki al­veg bú­inn að gera mér grein fyr­ir þessu enn þá. Það er frek­ar stutt síðan þetta gerðist og þetta var auðvitað mikið áfall. Það koma jól og af­mæl­is­dag­ar sem verða erfiðir. Þetta er reynsla sem ég óska eng­um. Ég og fjöl­skyld­an mun­um reyna að vera þétt­ari sam­an og hugsa vel um hvert annað,“ sagði Kjart­an við Morgunblaðið.

Kjartan skoraði sex dögum síðar í dönsku 1. deildinni og fékk innilegt faðmlag frá liðsfélögum sínum.

„Mamma hringdi í mig dag­inn sem þetta gerðist og ég tók þá ákvörðun að vera áfram úti og klára einn leik áður en ég færi heim í jarðarför­ina. Ég skoraði í þess­um leik og ég mun reyna að halda mínu striki. Ég get hins veg­ar ekki verið viss hvernig áhrif þetta mun hafa á mig. Ég á góða að og maður verður að líta fram á veg­inn. Maður fær ekk­ert val þegar svona slys verða,“ sagði Kjart­an Henry.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu