fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Séð til eftir æfingu í dag hvernig ástandið er á leikmönnum: „Viljum vinna“

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 16. nóvember 2019 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Moldóvu:

,,Þetta var erfiður leikur gegn Tyrkjum og ég býst við erfiðum leik á morgun. Þetta verður öðruvísi leikir,“ sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands á fréttamannafundi í Moldóvu í dag. Íslenska liðið kom til landsins í gær.

Síðasti leikurinn í undankeppni EM er á morgun, leikurinn er aðeins upp á stoltið. Bæði Tyrkland og Frakkland eru komin áfram í riðlinum. Ísland fer í umspil í mars og Moldóva hefur þrjú stig, krafa er gerð á að íslenska liðið vinni.

,,Við munum hafa boltann meira en gegn Tyrkjum en þetta verður erfiður leikur. Moldóva stóð sig vel gegn Frakklandi, úrslitin sýna það. Frakkarnir fengu erfiðan leik þar. Ég hlakka til að sjá leikinn á morgun. Við viljum enda þessa undankeppni vel og vinna.“

Alfreð Finnbogason, fór úr axlarlið gegn Tyrklandi en aðrir eru heilir heilsu. Búist er við að Hamren geri talsverðar breytingar á liðinu, sökum þess að leikurinn skiptir litlu máli

,,Alfreð er meiddur. Leikmenn stífir og svona. En ég hef talað við leikmenn og þeim líður vel. En við sjáum til eftir æfingu í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina