Guillermo Schelotto, stjóri LA Galaxy, veit hvar Zlatan Ibrahimovic vill enda ferilinn.
Zlatan hefur yfirgefið Galaxy eftir tvö góð tímabil en Schelotto segir að hann vilj enda ferilinn á Ítalíu.
,,Hann veit ekki hvað hann vill gera að svo stöddu,“ sagði Schelotto í útvarpsþætti.
,,Hann er magnaður leikmaður en ég veit ekki hvað hann gerir næst – kannski endar hann ferilinn hjá Napoli eða Milan.“
,,Ég veit ekki hvert hann fer en hann á skilið og vill enda ferilinn á Ítalíu.“