fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Ólafur klagaði Hödda Magg til yfirmanna: ,,Fannst Hörður óheiðarlegur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari Vals gerir upp sumarið hjá félaginu í hlaðvarpsþættinum, FantasyGandalf. Þar ræðir hann um umræðuna sem átti sér stað í sumar, hann sakar Hörð Magnússon um að hafa leikstýrt umræðunni. Hörður var stjórnandi Pepsi Max-markanna en honum var sagt upp störfum á dögunum. Ólafur var ráðinn þjálfari Stjörnunnar á dögunum en Valur vildi ekki hafa hann lengur í starfi.

Ólafur leggur þessa ásökun fram í samhengi við ummæli Gary Martin, um að Ólafur hafi stungið hann í bakið. Gary Martin var sparkað frá Val í sumar og fór mikinn í umræðunni, eftir það. ,,Þetta truflar mig ekki, varamenn eru yfirleitt óánægðir. Ég vissi alltaf að Gary kæmi og myndi segja eitthvað um mig, ég var undir það búinn,“ sagði Ólafur meðal annars.

Ólafur segir að Hörður Magnússon hafi stýrt umræðunni. ,,Ég vil nú meina að þáttarstjórnandi Pepsi markanna, hafi nú stýrt þessum spurningum og umræðu, út á þá braut sem hún fer. Fyrrverandi starfsmaður þarna, ég held að hann hafi stýrt þessu af miklu leyti.“

,,Nánast sagt Gary að segja þetta, þegar þú spyrð „Finnst þér Óli hafa stungið þig í bakið?“. Hverju ætlar þú að svara?.“

Ólafur sagði að þátturinn í stjórn Harðar hafi ekki fjallað um svipað atvik þegar FH losaði sig við, Geoffrey Castillion til Fylkis. Hörður hefur sterk tengsl við FH og virðist Ólafur vitna í það.  ,,Castillion, hann fékk ekki að æfa með FH, fékk ekki að fara í æfingaferð eða kom til landsins. Það var aldrei minnst á það í Pepsi-mörkunum.“

Ólafur sakar Hörð um óheiðarleika en þátturinn birti myndband af Ólafi í sumar, þar sem hann bannaði fréttamanni að spyrja út í mál Gary Martin Hann fundaði með yfirmönnum á Sýn vegna málsins, þar lét hann vita af óánægju sinni með vinnubrögðin.

,,Mér fannst Hörður óheiðarlegur við mig, á tímabili, og fór og sagði þeim það hjá Sýn. Ég er oft í veseni með þessa fréttamenn, þeir voru fúlir þegar ég sagðist ekki vilja tala um Gary Martin málið. Sendu póst á Val, ég sagði að það mætti ekki spyrja um það. Ég vissi ekki að ég væri í viðtali, þetta var eins og falin myndavél.“

Hörður og þeir sem stýrðu þættinum báðu Val og Ólaf afsökunar á málinu, nokkrum vikum eftir að myndbandið var birt í þættinum.

Ólafur bar málið við saman við beiðni KSÍ um að Kolbeinn Sigþórsson, yrði ekki spurður út í sögusagnir um handtöku í Stokkhólmi. ,,Það var sagt að það mætti ekki spyrja Kolbein núna um eitthvað. Gaupi sagði eitthvað, fréttamönnum fannst það ekkert óeðlilegt en fannst það þegar ég sagði það sama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fanndís leggur skóna á hilluna eftir magnaðan feril – „Takk fyrir mig“

Fanndís leggur skóna á hilluna eftir magnaðan feril – „Takk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjarna Liverpool tekin af lífi eftir gærkvöldið – Segja hann þann versta í sögu félagsins

Stjarna Liverpool tekin af lífi eftir gærkvöldið – Segja hann þann versta í sögu félagsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skóli tilkynnir andlát 19 ára nemanda – Samfélagið harmi slegið

Skóli tilkynnir andlát 19 ára nemanda – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking