fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Lykilmaður Tyrkja: „Þetta er ekki búið“ – Stúkan verður rauð

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 12:00

Cengiz Under

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Istanbúl:

„Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur að tryggja okkur inn í lokakeppni EM en þetta er ekki búið,“ sagði Cengiz Ünder, leikmaður Roma og tyrkneska landsliðsins, á blaðamannafundi Tyrkja í gærkvöldi vegna leiksins við Ísland í kvöld.

Ünder, sem er einn besti leikmaður Tyrkja, kvaðst meðvitaður um að íslenska liðið væri hættulegt og gæti auðveldlega refsað því tyrkneska. „Við þurfum að sýna þolinmæði og halda okkur við okkar kerfi allt til leiksloka. Ísland á engra annarra kosta völ en að vinna sem gerir verkefnið þeim mun meira krefjandi fyrir okkur. Ef við missum einbeitinguna í augnablik getur Ísland refsað okkur.“

Í fréttum tyrkneskra fjölmiðla kemur fram að rauðar treyjur verði í sætum á Turk Telekom-vellinum í Istanbúl í kvöld. Þá verður tyrkneskum fánum dreift til áhorfenda. Uppselt er fyrir löngu á leikinn en völlurinn tekur rúmlega 52 þúsund áhorfendur í sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni