Alvraro Morata, leikmaður Atletico Madrid, leið ömurlega hjá Chelsea á síðustu leiktíð.
Þetta segir Spánverjinn í dag en hann var lánaður til Atletico í byrjun árs og hefur staðið sig vel.
,,Ég var hættur að njóta þess að spila. Núna er ég ánægður, það kom tími þar sem ég trúði ekki á sjálfan mig,“ sagði Morata.
,,Í sumum leikjum á Englandi þá leið mér eins og liðsfélagarnir míni hafi séð mig frían en vildu ekki gefa boltann því ég myndi ekki gera neitt gott við hann.“
,,Ég hafði ekki áhuga á að gera neitt, ég vildi ekki fara út eða tala við fólk, ekkert.“