Dani Carvajal, leikmaður Real Madrid, vonar innilega að Barcelona detti úr keppni í Meistaradeildinni.
Barcelona er í efsta sæti í F riðli þessa stundina og er útlitið gott fyrir spænsku meistarana.
Carvajal heldur þó enn í vonina að liðið verði slegið úr keppni enda er mikill rígur á milli Real og Barca.
,,Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, það væri gaman ef Barcelona myndi ekki komast áfram,“ sagði Carvajal.
,,Þeir verða í keppni um Meistaradeildina og þeir eru okkar helsti keppinautur.“
,,Við felum ekkert, ég vil að þeir tapi í deildinni því þeir keppa við okkur og það sama má segja um Meistaradeildina.“