fbpx
Föstudagur 30.október 2020
433Sport

Dagný Brynjars aftur í Selfoss

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðskonan öfluga Dagný Brynjarsdóttir hefur gert tveggja ára samning við Selfoss.

Þetta var staðfest í kvöld en Dagný hefur undanfarin ár spilað með Portland Thorns í Bandaríkjunum.

Dagný þekkir þó vel til á Selfossi en hún lék með liðinu árið 2014 og 2015 en stoppaði stutt hjá Bayern Munchen í millitíðinni.

Dagný er 28 ára gömul og spilar á miðjunni og á að baki heila 85 landsleiki fyrir Ísland.

Ljóst er að þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Selfoss sem er einnig með Hólmfríði Magnúsdóttur í sínum röðum.

Tilkynning félagsins:

VELKOMIN HEIM DAGNÝ!

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss til tveggja ára.

Dagný kemur til Selfoss frá Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hún er margreynd landsliðskona og atvinnumaður en hún hefur spilað 178 deildarleiki hér heima og erlendis og skorað í þeim 49 mörk. Dagný hefur leikið 85 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk.

Dagný býr á Selfossi og er ekki ókunnug félaginu því hún hefur spilað 37 leiki fyrir Selfoss í öllum keppnum. Hún spilaði síðast með Selfossi í úrvalsdeildinni 2015.

„Það er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur að hafa náð að semja við Dagnýju. Við stefnum á að bæta árangur liðsins enn frekar og það er heiður fyrir félagið og þýðingarmikið fyrir samfélagið að fá atvinnumann af þessari stærðargráðu til þess að taka þátt í þessu verkefni. Við vitum öll hvað Dagný getur og hún mun klárlega hjálpa okkur að komast á næsta stig. Dagný þekkir Selfoss og er frábær félagsmaður og á eftir að gera mikið fyrir okkur bæði innan og utan vallar,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Lést af COVID-19

Nýlegt

Lést af COVID-19
433Sport
Í gær

Sjón er sögu ríkari – Sjáðu hvernig Thierry Henry er á hliðarlínunni

Sjón er sögu ríkari – Sjáðu hvernig Thierry Henry er á hliðarlínunni
433Sport
Í gær

Lét rífa húsið og byggir lúxus höll eftir að launahækkunin datt í gegn

Lét rífa húsið og byggir lúxus höll eftir að launahækkunin datt í gegn