fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu skurðinn við auga Gomez eftir átökin við Sterling

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, verður ekki með enska landsliðinu í undankeppni EM á fimmtudag. Þetta var staðfest í gær en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, gaf frá sér stutt skilaboð. Þessar fregnir voru staðfestar stuttu eftir að greint var frá heiftarlegu rifrildi Sterling við Joe Gomez á æfingu enska liðsins.

Sterling og Gomez höfðu átt í átökum á sunnudag þegar Liverpool vann góðan sigur á Manchester City. Ensk blöð segja að Gomez og Sterling hafi skipst á orðum í matsal enska landsliðsins. Sterling varð afar reiður og reyndi að taka Gomez hálstaki, áður en stigið var á milli þeirra.

Sky Sports segir að Sterling hafi labbað inn í matsalinn og þá hafi Gomez og aðrir verið að hlæja. Sterling tók því illa og sagði við Gomez. ,,Heldur þú að þú sért orðinn stór strákur núna,“ sagði Sterling. Allir héldu að um „banter“ eins og Englendingar segja, væri að ræða.

Sterling labbaði svo að Gomez og reyndi að grípa um háls Gomez. Varnarmaður Liverpool varð afar reiður og voru leikmenn fljótir á milli þeirra.

Gomez mætti á æfingu enska landsliðsins í dag með skurð fyrir neðan augað, þessi skráma kom í átökunum við Sterling. Þetta má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi