fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
433Sport

Kolbeinn Sigþórsson handtekinn í Svíþjóð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. nóvember 2019 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagt var frá því í Expressen að leikmaður í sænsku deildinni hafi verið handtekinn í Stokkhólmi í vikunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða Kolbein Sigþórsson, landsliðsframherja Íslands.

Í frétt Expressen kemur fram að leikmaðurinn hafi á miðvikudag verið handtekinn. Hann hafi verið ölvaður og átt í deilum við dyravörð í Stokkhólmi. Um er að ræða Kolbein Sigþórsson, hinn 29 ára gamla landsliðsmann í knattspyrnu.

Sagt er að Kolbeinn hafi verið lengi fram eftir á næturlífinu og veitt mótspyrnu við handtöku.  Hann var handtekinn klukann 03:00 samkvæmt frétt Expressen. Kolbeinn var settur í fangageymslu en AIK, lið Kolbeins neitar að tjá sig.

,,Að fara út á lífið á þennan hátt er ekki samkvæmt okkar reglum,“ sagði talsmaður AIK, hann sagði að málið yrði tæklað innanhús.

Expressen segir á vef sínum að félagið hafi ítrekað reynt að ná í leikmanninn, í síma og í gegnum félag hans, AIK. Framherjinn er á sínu fyrsta ári hjá AIK. Hann jafnaði markamet íslenska landsliðsins á dögunum þegar hann skoraði sitt 26 mark í sigri á Andorra, hann og Eiður Smári Guðjohnsen deila metinu.

Framherjinn hafði upplifað erfiða tíma innan vallar í rúm tvö ár, þegar AIK fékk hann. Hann var hjá franska liðinu Nantes áður, þar var þessi knái leikmaður mikið meiddur. Hjá AIK hefur hann verið að byggja sig upp á nýjan leik og hefur reynst íslenska landsliðinu, afar vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Ekki nein kreppa í París

Ekki nein kreppa í París
433Sport
Í gær

Stálu úrum fyrir tugi milljóna – Tóku allt sem verðmæti var í

Stálu úrum fyrir tugi milljóna – Tóku allt sem verðmæti var í
433Sport
Fyrir 2 dögum

Agndofa eftir að hafa séð Emil skora geggjað mark með FH

Agndofa eftir að hafa séð Emil skora geggjað mark með FH
433Sport
Fyrir 2 dögum

Klopp grátbiður stuðningsmenn Liverpool að vera heima

Klopp grátbiður stuðningsmenn Liverpool að vera heima
433Sport
Fyrir 3 dögum

Guðmundur í Norrænu og tilboðunum rignir inn – Valur skoðar stöðuna

Guðmundur í Norrænu og tilboðunum rignir inn – Valur skoðar stöðuna
433Sport
Fyrir 3 dögum

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin