fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Gylfi fær á baukinn í staðarblaðinu: Sagður umdeildur á meðal stuðningsmanna

433
Föstudaginn 1. nóvember 2019 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool Echo, staðarblaðið í borginni er með ítarlega útekt á Gylfa Þór Sigurðssyni, stjörnuleikmanni Everton í dag. Gylfi er í smávægilegri krísu þessa dagana, hann hefur misst sæti sitt í byrjunarliði Everton.

Gylfi hefur byrjað síðustu þrjá leiki á bekknum, hann var ónotaður varamaður í deildarbikarnum í vikunni. Gylfi sem er á sínu þriðja tímabili með Everton, er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Stuðningsmenn félagsins, gera því meiri kröfur á hann en aðra.

Liverpool Echo segir meðl annars. ,,Það er óhætt að segja að álit stuðningsmanna Everton á Gylfa er misjafnt. Hann getur unnið leiki einn síns liðs. Hann er hins vegar oft týndur, heilu og hálfu leikina,“ skrifar David Alexander Hughes, blaðamaður Echo.

,,Hann gerir lítið til að færa boltann í hættuleg svæði, hann ógnar ekki vörn andstæðinga með hraða eða getu til að hlaupa með boltann,“ skrifar David og fer að bera Gylfa saman við Alex Iwobi, sem kom frá Arsenal í sumar.

,,Iwobi gefur liðinu meiri kraft í þessari stöðu, fyrir aftan framherja. Gylfi hefur að meðaltali fengið boltann 20,4 sinnum á hverjum 90 mínútum sem hann spilar. Iwobi fær boltann 24,5 sinnum að meðaltali. Það getur sagt okkur að Iwobi er duglegri að finna svæði, til að fá boltann.“

,,Iwobi fær ekki bara boltann oftar, hann gerir meira við hann. Hann sendir 35,3 að meðaltali á 90 mínútum. Gylfi sendir boltann að meðaltali 27,3 sinnum. Iwobi sendir boltann oftar fram á við, á fleiri lykilsendingar og sendingar inn í teig andstæðinganna.“

,,Iwobi og Gylfi reyna báðir að fara framhjá leikmanni 3,4 sinnum að meðaltali í leik. Það heppnast hjá Iwobi í 66,7 prósent tilvika, hjá Gylfa heppnast það í 39 prósent tilvika.“

David Alexander Hughes segir að Gylfi hafi margt fram að færa á þessu tímabili en spáir því að það verði mest með innkomu af bekknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota