fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Chelsea með ótrúlega endurkomu í einum besta leik ársins – Liverpool vann Genk

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 21:55

Tomori fagnar í leik með Chelsea.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram algjörlega sturlaður leikur í Meistaradeild Evrópu í kvöld er Chelsea fékk Ajax í heimsókn.

Ajax spilaði glimrandi vel á köflum á Stamford Bridge og var með 3-1 forystu eftir fyrri hálfleikinn.

Chelsea byrjaði seinni hálfleik af krafti en Ajax gerði einnig fimmta mark leiksins og var staðan 4-1 á 54. mínútu.

Chelsea minnkaði svo muninn ekki löngu seinna áður en tveir leikmenn Ajax fengu rautt spjald og heimamenn vítaspyrnu.

Daley Blind fékk sitt annað gula spjald fyrir tæklingu og Joel Veltman sitt annað gula spjald fyrir hendi innan teigs.

Jorginho skoraði örugglega úr vítaspyrnunni en hann hafði áður gert fyrsta mark liðsins af punktinum.

Hinn ungi Reece James jafnaði svo metin fyrir Chelsea gegn níu mönnum Ajax með fínu skoti innan teigs.

Liverpool vann sinn leik gegn belgíska liðinu Genk en Georginio Wijnaldum og Alex Oxlade-Chamberlain skoruðu í 2-1 sigri.

Borussia Dortmund bauð einnig upp á frábæra endurkomu og vann 3-2 heimasigur á Inter Milan eftir að hafa lent 2-0 undir.

Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Chelsea 4-4 Ajax
0-1 Tammy Abraham(sjálfsmark, 2′)
1-1 Jorginho(víti, 5′)
1-2 Quincy Promes(20′)
1-3 Kepa(sjálfsmark, 35′)
1-4 Donny van de Beek(55′)
2-4 Cesar Azpilicueta(63′)
3-4 Jorginho(víti, 71′)
4-4 Reece James(74′)

Liverpool 2-1 Genk
1-0 Georginio Wijnaldum(14′)
1-1 Mbwana Samata(41′)
2-1 Alex Oxlade-Chamberlain(53′)

Borussia Dortmund 3-2 Inter Milan
0-1 Lautaro Martinez(5′)
0-2 Matias Vecino(40′)
1-2 Achraf Hakimi(51′)
2-2 Julian Brandt(64′)
3-2 Achraf Hakimi(77′)

Napoli 1-1 Salzburg
0-1 Erling Haaland(11′)
1-1 Hirving Lozano(44′)

Valencia 4-1 Lille
0-1 Victor Osimhen(25′)
1-1 Dani Parejo(víti, 66′)
2-1 Boubakary Soumare(sjálfsmark, 82′)
3-1 Geoffrey Kondogbia(84′)
4-1 Ferran Torres(90′)

Lyon 3-1 Benfica
1-0 Joachim Andersen(4′)
2-0 Memphis Depay(33′)
2-1 Haris Seferovic(76′)
3-1 Bertrand Traore(89′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton