fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Varar “trúðinn“ við og segir honum að tala ekki meira: „Ekki tala um peninga“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. október 2019 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal varar Hans-Joachim Watzke, stjórnarformann Dortmund við því að tala ekki meira um sig og peninga.

Watzke sagði fyrr í vikunni að Aubameyang hefði farið frá Dortmund í janúar árið 2018, til að elta peningana hjá Arsenal. Hann hafi hins vegar ekki spilað í Meistaradeildinni síðan.

,,Aubameyang er að spila frábærlega með Arsenal, honum líður eflaust vel þegar hann skoðar heimabankann. Á miðvikudögum er hann hins vegar sár þegar hann horfir bara á Meistaradeildina í sjónvarpi,“ sagði Watske.

,,Sumir leikmenn fara til félags vegna peninga, síðan hafa þeir ekki spilað í Meistaradeildinni.“

Aubameyang er allt annað en sáttur og svarar sínum gamla yfirmanni á Twitter. ,,Það er eins gott fyrir þig að ræða ekki af hverju ég fór frá Dortmund, Hr Watske. Þú ert svo mikill trúður,“ skrifar Aubameyang.

,,Þú sagðist aldrei ætla að selja Ousmane Dembele en sást svo meira en 100 milljónir evra, þú tókst peningana um leið. Ekki tala um peninga, láttu mig í friði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Neville alls ekki sannfærður um leikmann United – „Hann er langt á eftir“

Neville alls ekki sannfærður um leikmann United – „Hann er langt á eftir“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira