fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Atli Sveinn vonar að fólkið í Garðabæ eyði sér ekki úr símaskránni: „Vonandi held ég sambandinu við þau sem lengst“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. október 2019 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Í heildina er þetta búið að taka stuttan tíma, heildarferlið einhverjar tvær vikur,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson, nýr þjálfari Fylkis en hann mu stýra liðinu ásamt Ólafi Stígssyni.

Ólafur Ingi Skúlason verður svo þeirra aðstoðarmaður í Árbænum en hann mun halda áfram að spila.

,,Starfið og félagið horfir þannig við mér að þetta er rosalega flott félag, með flotta leikmenn og leikmannahóp. Það er það fyrsta sem maður sér, Óli og Óli eru tveir flottir leikmenn og þjálfarar. Ég held að þeir séu frábærir þjálfarar, sem hafi mikið að gefa af sér. Mér finnst spennandi. Svo er aðalmálið okkar á milli, hvernig við samstillum okkur í rauninni. Hvað viljum við að séu okkar áherslur, hver séu okkar markmið. Það er okkar helsta vinna næstu ákvörðun.“

Þegar þrír þjálfarar sitja við borðið og tveir sem eru titlaðir aðalþjálfarar er viðbúið að ferlið við að taka ákvörðun getur verið flóknara, hafa þeir rætt hver tekur endanlega ákvörðun? ,,Við þurfum aðeins að ræða að fyrst áður en ég segi þér það, við þurfum að skoða það saman.“

,,Það er alltaf rosalega gaman af fótbolta, líf mitt hefur snúist um fótbolta í mörg ár. Þetta verður áfram rosalega gaman, í þessu starfi setur maður kröfur á sér eins og í öðru starfi. Vissulega eru fleiri á vellinum og meira undir, það ýtir á mann að gera enn betur.“

Atli Sveinn sagði upp störfum sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Stjörnunni, það var erfitt skref fyrir hann.

,,Það var mjög erfitt, þetta var góður tími. Ég kynntist frábæru fólki sem eyðir mér vonandi ekki úr símaskránni sinni strax, ég er ekki búinn að eyða þeim. Vonandi held ég sambandinu við þau sem lengst.“

Helgi Sigurðsson fékk ekki nýjan samning en Atli kveðst taka við góðu búi.

,,Þjálfararnir sem voru á undan hafa unnið virkilega gott starf, liðið er komið á góðan stað. Svo er það rosalega erfitt verkefni, sem allir þjálfarar þekkja. Að gera góðan yngri flokka leikmann að góðum í meistaraflokki, það er erfitt fyrir alla. Það er áskorun en það er mikill efniviður hérna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona