fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Rúnar upplifði drauminn í kvöld: ,,Sérstakt augnablik fyrir mig og mína fjölskyldu“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 19. september 2019 21:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Már Sigurjónsson spilaði með FC Astana í kvöld sem mætti Manchester United í Evrópudeildinni.

Astana náði að halda hreinu lengi í kvöld en Mason Greenwood sá svo um að tryggja United sigur.

Rúnar er harður stuðningsmaður United og viðurkennir að stundin hafi verið sérstök í kvöld.

,,Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við. Við vissum að þeir myndu vera með boltann og markmaðurinn okkar varði vel nokkrum sinnum,“ sagði Rúnar.

,,Í stöðunni 0-0 eða 1-0 þá héldum við alltaf að við gætum skorað eitt mark til að ná í stig en við sköpuðum ekki mikið.“

,,Já og nei [um hvort United hafi verið verri en hann bjóst við] við vissum hvernig þeir myndu spila, þeir notuðu unga leikmenn sem vildu sanna sig og við notuðum okkar leikplan sem virkaði næstum því.“

,,Þetta var sérstakt augnablik fyrir mig og mína fjölskyldu sem var hérna í stúkunni að horfa á mig upplifa drauminn. Ég hefði viljað gefa þeim eitt eða þrjú stig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum framherji United spáir því að Wirtz muni slá í gegn hjá Liverpool

Fyrrum framherji United spáir því að Wirtz muni slá í gegn hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu með leikmönnum United í átta mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu með leikmönnum United í átta mánuði
433Sport
Í gær

Manchester-félögin og Arsenal á meðal áhugasamra um eftirsóttan bita

Manchester-félögin og Arsenal á meðal áhugasamra um eftirsóttan bita
433Sport
Í gær

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli