fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Rúnar upplifði drauminn í kvöld: ,,Sérstakt augnablik fyrir mig og mína fjölskyldu“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 19. september 2019 21:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Már Sigurjónsson spilaði með FC Astana í kvöld sem mætti Manchester United í Evrópudeildinni.

Astana náði að halda hreinu lengi í kvöld en Mason Greenwood sá svo um að tryggja United sigur.

Rúnar er harður stuðningsmaður United og viðurkennir að stundin hafi verið sérstök í kvöld.

,,Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við. Við vissum að þeir myndu vera með boltann og markmaðurinn okkar varði vel nokkrum sinnum,“ sagði Rúnar.

,,Í stöðunni 0-0 eða 1-0 þá héldum við alltaf að við gætum skorað eitt mark til að ná í stig en við sköpuðum ekki mikið.“

,,Já og nei [um hvort United hafi verið verri en hann bjóst við] við vissum hvernig þeir myndu spila, þeir notuðu unga leikmenn sem vildu sanna sig og við notuðum okkar leikplan sem virkaði næstum því.“

,,Þetta var sérstakt augnablik fyrir mig og mína fjölskyldu sem var hérna í stúkunni að horfa á mig upplifa drauminn. Ég hefði viljað gefa þeim eitt eða þrjú stig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi