fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Stuðningsmenn Liverpool á Íslandi segja frá „sjúkdómnum“: Brúðkaup, jarðarför og fleira

433
Fimmtudaginn 12. september 2019 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Liverpool eru þekktir fyrir það að styðja félagið sitt í blíðu sem stríðu, þannig eru stuðningsmenn Liverpool á Íslandi líka.

Mikill fjöldi Íslendinga styður þetta sigursæla félag sem virðist eftir erfið ár, verið komið í hópp þeirra bestu og getur félagið unnið alla stóru titlana á nýjan leik. Það sannaðist í vor þegar liðið vann Meistaradeild Evrópu.

Stuðningsmenn Liverpool FC á Íslandi er stór hópur, hann telur rúmlega 16 þúsund einstaklinga á Facebook. Þar deila menn nú sögum um Liverpool sjúkdóminn sinn, eins og pistlahöfundur orðar það. ,,Liverpool veikin og hversu langt hún gengur? (þráður bíður ykkur upp á góð svör). Nú erum við misjafnlega illa haldin af LFC sjúkdómnum en greinarhöfundur ríður á vaðið,“ skrifar einn af stjórnendum hópsins.

,,Þegar barnaafmæli, stórafmæli eða annað á í hlut þá lýt ég alltaf á LFC dagatalið og plana vel fram í tímann til þess að rugla ekki saman reitum. Sem dæmi þá gifti ég mig 11.05.2014 en það var sama dag og lokaleikur LFC á geggjuðu tímabili þar sem titillinn var í augsýn og var ég að vonast eftir því að geta fagnað tvöfalt, rifið mig úr mörgæsabúningnum og lokað kvöldinu í minni fallegu Shankly treyju, dansandi og syngjandi YNWA uppi á borðum. Sú var ekki raunin en ég huggaði mig við það að vera nýgiftur. Hvernig er það með ykkur, hversu langt gengur veikin og eruð þið með góðar sögur til að deila?.“

Brúðkaup og einkanúmer:
Sigríður Guðný og eiginmaður hennar ganga lengri en flestir. ,,Í upphafi leiktíðar skoða ég leikjafyrirkomulagið og set það í dagbókina mína öll plön eru svo gerð út frá þessum leikjum. Ef svo illa hittist á að við erum boðin eitthvað á leikdegi þá reynum við að fá að koma seinna eða fyrr til að missa ekki af neinu. Fjölskyldan er farin að skilja hvernig við hugsum. Við giftum okkur í Liverpooltreyjum og þemað í brúðkaupinu var rautt. Yfir rúminu okkar er stór mynd af Anfield. Og núna í vor þegar okkar menn unnu titilinn fengum við okkur einkanúmerið Klopp.“

Jarðaður í Liverpool treyju:
Pétur segir frá því þegar hann bar faðir sinn síðasta spölinn. ,,Mín er í raun sorgarsaga (en falleg var athöfnin), en faðir minn heitinn var jarðaður í Liverpool treyju merktri Gerrard, YNWA lagið var í kirkjunni er við bárum hann út og sitthvoru megin við kirkjudyrnar voru 10-12 manns klæddir í Liverpool treyjur.“

Bin Laden hafði af honum leik:
Hilmar Ægir missir ekki af leik, það gerðist þó einu sinni. ,,Leikjadagskráin er ekkert trúnaðarmál þannig að maður skipuleggur allt sem gerir út frá planinu,mitt Motto er að enginn hefur af mér Liverpool-leik, Bin Laden gerði það þó á þessum degi fyrir 18 árum og því var auðvelt að skála þegar hann var veginn.“

Umræðan er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu