fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Albert útskýrir af hverju hann yfirgaf stórliðið: ,,Það voru mörg spurningamerki“

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. september 2019 10:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson, leikmaður íslenskal landsliðsins, spilar í dag fyrir hollenska stórliðið AZ Alkmaar.

Albert ákvað að taka skrefið þangað á síðasta ári en hann var áður í vara- og aðalliði PSV Eindhoven sem er risafélag í Evrópu.

Albert var gestur í hlaðvarpsþætti 433.is á dögunum og ræddi þar þessa ákvörðun að skipta um félag.

Þar segir Albert að hann hafi rætt við Marc van Bommel, stjóra PSV, sem sýndi ákvörðuninni fullan skilning.

,,Ég átti eitt ár eftir af samningi og þurfti að vega og meta hvort að það væru leikmenn að fara eða ekki,“ sagði Albert um þá ákvörðun að fara frá PSV.

,,Það voru mörg spurningamerki um hvort fastaleikmenn væru að fara eða ekki. Eins og staðan var þá var enginn að fara og mér fannst ég þurfa að leita á önnur mið.“

,,Ég sagði við Van Bommel að ég ætti eitt ár eftir og að mig langaði ekki að skrifa undir aftur því ég var ekki viss hvað planið væri með mig.“

,,Hann var ekkert að koma í veg fyrir það, hann sagði bara ekkert mál og að það væri skiljanlegt að ég vildi fara einhver til að spila. Ég fór til AZ sem sýndi mér mikinn áhuga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag