Aron Einar Gunnarsson er búinn að opna markareikninginn fyrir lið Al-Arabi í Katar. Aron spilar undir stjórn Heimis Hallgrímssonar í Katar en liðið mætti Al-Duhail í gær.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Aron skoraði jöfnunarmark Al-Arabi undir lok fyrri hálfleiks.
Það var fyrrum leikmaður Stoke og Barcelona, Marc Muniesa, sem lagði upp markið á Aron.
Þjálfari Al-Duhail er Rui Faria, fyrrum aðstoðarmaður Jose Mourinho. Hann var pirraður eftir leik þegar hann ræddi við Heimi.
Eins og sjá má hér að neðan.
Rui Faria was outcoached today. Video of him shaking hands with Heimir. @alarabi_club @hjorvarhaflida #alarabiiceland #alarabi #ruifaria pic.twitter.com/ifbVs8s09S
— Stuðningsmannaklúbbur Al Arabi á Íslandi (@StuArabi) August 30, 2019